fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

„Mér er ekki boðið“

Málþing í Norræna húsinu um sjálfstæði Eystrarsaltslandanna

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 23. september 2016 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tuttugu og fimm ár eru síðan Eystrasaltslöndin þrjú endurheimtu sjálfstæði sitt og þess er minnst með málþingi í Norræna húsinu næstkomandi mánudag. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra flytur opnunarávarp og situr pallborðsumræður með utanríkisráðherrum Eistlands, Litháens og Lettlands síðar um daginn. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, flytur inngangsávarp en hann hefur reglulega drepið niður penna um lofsvert hlutverk Íslendinga, undir forystu Jóns Baldvins Hannibalssonar, í sjálfstæðisbaráttu landanna.

Það vekur því óneitanlega nokkra eftirtekt að nafn Jóns Baldvins er hvergi að sjá á meðal þeirra sem ávarpa málþingið. „Ég vissi ekki af þessu þingi og get staðfest að enginn hefur boðið mér þátttöku,“ segir Jón Baldvin í samtali við DV. „Ég er staddur á flugvelli í Andalúsíu-héraði og er á heimleið til þess að taka þátt í hátíðarfundi á Ísafirði í tilefni þess að 100 ár eru frá stofnun Alþýðuflokksins. Sá fundur fer fram um helgina,“ segir Jón Baldvin. Hann vildi ekki segja skoðun sína á því að honum hefði ekki verið boðin þátttaka í málþinginu.

Jón Baldvin heimsótti nýlega málþing í Lettlandi og Litháen í tengslum við tímamótin. Í Riga sat hann hringborðsumræður þar sem farið var yfir ávinning Eystrasaltsríkja og Norðurlandanna af samstarfinu. „Í fyrri viku var ég meðal framsögumanna á tveggja daga ráðstefnu í Vilníus sem utanríkisráðherra Litháens boðaði til. Þar var rætt um framtíð Evrópu til hliðsjónar af 25 ára reynslu Eystrasaltsríkjanna af sjálfstæði og þar var ég á meðal framsögumanna. Þar um slóðir er því leitað til mín,“ segir Jón Baldvin kankvís. Aðspurður hvort að hann hygðist mæta á málþingið og hlýða þar á erindi fundarmanna segir Jón Baldvin: „Nei, það mun ég ekki gera. Mér er ekki boðið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat