fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Helgi í Góu opnar nýjan Pizza Hut

Ætlar ekki að stoppa við þrjá staði – Tryggði sér húsnæði í Hafnarfirði

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 30. ágúst 2016 08:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er allt að koma enda er plássið komið og við förum að byrja,“ segir Helgi Vilhjálmsson, oftast kenndur við sælgætisframleiðann Góu, aðspurður hvort hann hafi tryggt sér fyrrum húsnæði Snælands video í Setbergshverfi í Hafnarfirði undir nýjan Pizza Hut-veitingastað.

Helgi Vilhjálmsson hefur tryggt sér pláss í verslunarkjarnanum í Setbergi í Hafnarfirði.
Húsnæðið Helgi Vilhjálmsson hefur tryggt sér pláss í verslunarkjarnanum í Setbergi í Hafnarfirði.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Helgi er eigandi Pizza Hut á Íslandi en hann keypti reksturinn í mars 2015. Fyrirtækið rak þá einungis einn veitingastað, í Smáralind, en í síðustu viku var tilkynnt að nýr pítsastaður yrði opnaður á Rósaselstorgi nálægt Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þriðji staðurinn verður í verslunarkjarnanum í Setbergi þar sem ísbúðin Snæland video lokaði nýverið. Helgi segist ekki ætla að stoppa við þrjá.

„Ég held að það sé engin spurning að þeir verða fleiri. Eigum við ekki að horfa fram á við. Ef það eru 100 pítsustaðir á Íslandi þá hljóta að mega vera fimm Pizza Hut-staðir. Ég veit ekki nákvæmlega hvenær við opnum enda er þetta hjá ungum mönnum úr háskólanum sem snúast nú fimm sinnum hægar en maður gerði. Þeir sem stjórna þessu úti í alheimi,“ segir Helgi og á við starfsmenn Pizza Hut í Bandaríkjum sem þurfa að samþykkja opnun nýs veitingastaðar.

„Þetta tekur allt svo langan tíma í dag. Hvort sem menn vilja byggja nýjan Landspítala eða annað. Það er sama hvað maður ætlar að gera,“ bætir Helgi við.

Aðspurður hvort staðsetningin í Setbergi, rétt við Reykjanesbrautina, sé tilraun Helga til að laða fleiri erlenda ferðamenn að pítsastaðnum, segir hann að svo sé ekki.

„Það ætla nú allir að lifa á ferðamönnunum. Þeir fara nú bara í Bónus og sitja svo á stéttinni úti að borða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi