fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

„Barnafjölskyldur, aldraðir og öryrkjar éta það sem úti frýs!“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 18. ágúst 2016 22:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar er haroorður í garð Bjarna Benediktssonar á Facebook-síðu sinni. Í dag greiddu þingmenn atkvæði um afgreiðslu fjárlagaáætlunar fyrir árin 2017 til 2021. Rataði atkvæðagreiðslan fyrst í fréttir eftir að Eygló Harðardóttir, félags og húsnæðismálaráðherra sat hjá. Sagði Eygló í samtali við Ríkisútvarpið:

„Það hefur legið fyrir í langan tíma, frá því málið var afgreitt út úr ríkisstjórn, að ég væri með fyrirvara hvað varðandi þessi tvö mál.“

Bætti hún við að meira væri hægt að gera í málefnum lífeyrisþega og barnafjölskyldna og svigrúm væri til að bæta kjör þeirra.

Ekki boðlegt

Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins brást illa við og gagnrýndi Eygló harðlega og sagði:

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

„Félags – og húsnæðisráðherra Eygló Harðardóttir gat ekki stutt fjámálastefnu og fjármálaáætlun ríkistjórnarinnar í atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag. Þessi sami ráðherra hlýtur þá að vera á leið út úr þessari ríkisstjórn eða hvað?“

Gjaldþrot ríkisstjórnar

Nú hefur Össur blandað sér í umræðuna og segir:

„Barnafjölskyldur, aldraðir og öryrkjar éta það sem úti frýs!“

Þá segir Össur ennfremur:

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Bjarni Benediksson sagði við afgreiðslu fjárlagaáætlunar til næstu fimm ára að aldrei verið verið lögð fram svo „skínandi björt“ áætlun. Áætlun var svo „skínandi björt“ að Eygló Harðardóttir, velferðarráðherra, lýsti yfir að hún treysti sér ekki til að styðja hana vegna þess að hversu illa væri farið er með barnafjölskyldur, aldraða og öryrkja.“

Össur segir fullkomið vantraust á fjármálaráðherra og forsætisráðherra felast í orðum Eyglóar og ákvörðun hennar undirstriki siðferðislegt gjaldþrot ríkisstjórnarinnar.

„Vitnisburður ráðherra velferðarmála um ríkisstjórnina liggur fyrir. Hún sveik þá sem síst skyldi, og stóð ekki við loforðin frá síðustu áramótum. Bjarni hefur dyggilega staðið vaktina fyrir hina efnamestu. En velferðarráðherrann ber vitni um að í höndum hans og annarra ráðherra séu barnafjölskyldur, aldraðir og öryrkjar afskipt,“ segir Össur og bætir við að lokum:

„Nú er þessi ríkisstjórn „dead-man-walking.“ Eftir vitnisburð Eyglóar á hún heldur enga von um framhaldslíf.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi