fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Læknar sögðu hana dauðvona: Töldu hana vera með banvænan heilasjúkdóm

Allt annað kom í ljós

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 24. júlí 2016 10:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Læknar á St. Olavs sjúkrahúsinu í Noregi meðhöndluðu konu um fimmtugt ekki eins og gera átti þegar hún leitaði aðstoðar lækna. Læknarnir töldu að konan væri smituð af hinum banvæna Creutzfeldt-Jacobs sjúkdómi og hefði orðið fyrir heilarýrnun og væri með elliglöp.

Læknarnir upplýstu ættingja konunnar um að hún ætti aðeins nokkra daga eftir ólifaða en svo var ekki. Konan þjáðist af miklu þunglyndi og var algjörlega laus við að vera með Creutzfeldt-Jacobs sjúkdóminn eða að hafa orðið fyrir heilarýrnun.

Fylkislæknirinn í Syðri-Þrændalögum hefur haft málið til meðferðar og telur hann að vinnubrögð læknanna hafi verið mjög ámælisverð eftir því sem Norska ríkisútvarpið segir. Hann segir að læknar hafi ekki verið nægilega opnir fyrir öðrum sjúkdómsgreiningum í ferlinu.

Konan hafði í mörg ár þjáðst af fælni og þunglyndi og fylgdist heimilislæknirinn hennar með henni í gegnum árin. Á vormánuðum 2013 versnaði líðan hennar og hún var lögð inn á taugadeild St. Olavs sjúkrahússins til frekari rannsókna.

Þar komust læknar að fyrrgreindum niðurstöðum og var konan send á sjúkrahúsið á Røros í líknandi meðferð. Þar fór hún að hressast og var send aftur á St. Olavs sjúkrahúsið í nýtt mat á heilsufari hennar. Hún var send aftur til Røros eftir aðeins tvær klukkustundir með óbreytta sjúkdómsgreiningu.

Í framhaldinu kom í ljós að konan þjáðist af miklu þunglyndi og var langt frá því að vera dauðvona. Hún hefur nú náð sér og er komin í vinnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi