fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Fékkst þú bréf frá húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans í morgun?

Línurnar rauðglóaandi hjá Landspítalanum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 24. júní 2016 12:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjöldi manns fékk í morgun tölvupóst frá Húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans, þar sem þeim var tjáð að niðurstöður úr rannsókn frá Húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans muni berast innan viku til tíu daga.

Pjatt.is greindi fyrst frá málinu, en þar segir að síminn hjá Landsspítalanum hafi logað í morgun þar sem ótal viðtakendur hafi hringt í morgun og ekki kannast við að hafa farið í rannsókn á þessari deild síðustu vikur eða ár.

Póstur barst frá netfanginu kyn@landspitali,is, en allir þeir sem gefið hafa upp netfang hjá Húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans fengu póstinn, að því er fram kemur á Pjatt.is. Meðfylgjandi skjáskot er af póstinum sem sendur var í morgun.

Í samtali við DV segir Guðný Helga Herbertsdóttir, deildarstjóri Samskiptadeildar Landspítalans, að um hafi verið að ræða bilun í pósthólfi þessa tiltekna netfangs.

„Við sendum aldrei út neinar rannsóknarniðurstöður á tölvupósti. Við munum strax skoða hvað það er sem farið hafi úrskeiðis,“ segir Guðný Helga, sem ekki getur staðfest hversu margir hafi fengið tölvupóstinn.

Aðspurð hvort brotist hafi verið inn í tölvukerfi spítalans segir hún ekki vera útlit fyrir það og að bilunin hafi gert það að verkum að einhverjir sem sent hafi fyrirspurn á netfangið kyn@landspitali.is, hafi fengið sjálfvirka svarið sent, þrátt fyrir að hafa ekki sent nýlega inn fyrirspurn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi