fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Reyklausi dagurinn í dag: Þessar þjóðir reykja mest af öllum

Auður Ösp
Þriðjudaginn 31. maí 2016 10:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reyklausi dagurinn er í dag, 31 maí og er sá dagur tileinkaður baráttunni gegn reykingum. Breska Telegraph tók af því tilefni saman þau lönd heimsins þar sem mest er reykt af sígarettum og einnig þau lönd þar sem minnst er notað af tóbaki.

Íbúar þeirra landa sem lituð eru í dekkri litum á meðfylgjandi korti reykja hvað mest en eftir því sem litirnir verða ljósari minnkar tóbaksneyslan. Líkt og sjá má trónir Austur Evrópa á toppnum, rétt eins og hvað varðar áfengisneyslu.

Flestir reykingamenn eru í Montenegro þar sem hver fullorðinn einstaklingur reykir að 4.124 sígarettur á ári samkvæmt úttekt Alþjóðaheilbrigðissamtakanna frá árinu 2014. Hvíta Rússland, Líbanon, Makedónía, Rússland, Slóvenía, Belgía, Lúxemborg, Kína og Bosnía-Hersegóvína fylgja á eftir og verma tíu efstu sætin.

Þá vermir Bretland 73. sætið á listanum og Bandaríkin eru í 58.sæti.

Íbúar Gíneu geta hreykt sér af því að vera það land i heiminum þar sem minnst er reykt og það sama má segja um íbúa eyjaríkjanna í Kyrrahafi en Salómoneyjar, Kiribati og Vanuatu fylgja á hæla Gíneu á listanum yfir þau lönd þar sem tóbaksneysla er minnst. Samkvæmt umræddri úttekt eru sterk tengsl á milli efnahagslegrar velferðar og tóbaksneyslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi