fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Hugarafl í alþjóðlegu samstarfi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 31. maí 2016 16:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á dögunum fengu samtökin Hugarafl fulltrúa rúmensku samtakanna Minte Forte í heimsókn. Fundað var um starf og hugmyndir og í ljós kom að þrátt fyrir fjarlægð í landfræðilegum skilningi deila samtökin hugsjónum og hugmyndafræði.

Bæði samtökin vinna að valdeflingu þeirra sem hafa þurft að nýta sér geðheilbrigðisþjónustu og starf fer fram á jafningjagrunni. Í kjölfar heimsóknarinnar var sótt um Erasmus+ styrk til að hefja vinnu við mótun námsefnis fyrir þá sem starfa með ungu fólki á aldrinum 14–18 ára.

Fjóla Kristín Ólafardóttir er ein þeirra sem kemur að verkefninu fyrir hönd Hugarafls, hún segir verkefnið hafa mikla þýðingu fyrir samtökin. „Það er nauðsynlegt fyrir samtökin að tengjast öðrum sambærilegum félögum á alþjóðavísu sem eru að vinna að svipuðum hlutum til að fá nýja sýn og nýjar hugmyndir um starfsemina og komandi verkefni.“

Fjóla segir verkefnið geta haft mikilvæg samfélagsleg áhrif. „Við munum hanna nýjar leiðir til að fræða ungt fólk um geðræn vandamál og bata og gefa þeim ný verkfæri til að vinna að andlegu heilbrigði. Von okkar er að það leiði til þess að ungt fólk verði upplýstara um geðheilsu og leiti sér fyrr hjálpar og taki á vandamálum fyrr en ella.“

Fjögur Evrópulönd munu vinna saman að verkefninu, auk Íslands og Rúmeníu eru það Spánn og Portúgal. Verði umsóknin samþykkt hefst verkefnið í haust og mun standa í tvö ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat