fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Allt að 700 flóttamenn drukknuðu

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 29. maí 2016 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Góðar veðurhorfur hafa orðið til þess að aukinn fjöldi flóttamanna leggur af stað í hættuför frá Afríku til Evrópu. Talið er að um 700 flóttamenn hafi drukknað í röð sjóslysa við strendur Líbýu síðustu daga.

Samkvæmt heimildum BBC er hundrað flóttamanna saknað úr báti sem hvolfdi á miðvikudaginn. 550 er saknað úr báti sem hvolfdi á fimmtudagsmorgun, daginn eftir að honum var siglt úr höfn í Líbýu. Þeir sem komust lífs af segja enga vél hafa verið í bátnum heldur hafi annað skip verið með bátinn í eftirdragi. Þriðja sjóslysið átti sér stað á föstudag, þar sem 135 manns var bjargað og 45 lík voru dregin upp úr sjónum. Fjölda fólks er enn saknað.

Verið er að flytja þá sem komust lífs af í höfn í Taranto og Pozzallo á Ítalíu. Yfirvöld þar í landi telja að alls hafi 13 þúsund flóttamönnum verið bjargað úr sjónum í vikunni sem leið. Sameiginlegur skipsfloti fjölda þjóða stendur nú að björgunaraðgerðum í Miðjarðarhafinu. Aðstæður eru mjög erfiðar og manntjón mikið sökum þess fjölda illa útbúinna skipa sem siglt hafa af stað samtímis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi