fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Lokaðir inni í búrum allt sitt líf: Gleðin var ósvikin þegar þeim var bjargað – magnað myndband

Voru notaðir sem tilraunadýr fyrir snyrtivöruframleiðendur

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 26. maí 2016 20:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dýraverndunarsamtök hafa birt myndband af augnablikinu þegar 156 hundar sáu dagsins ljós í fyrsta skipti. Hundunum hafði verið haldið í litlum búrum nær allt sitt líf og notaðir sem tilraunadýr fyrir snyrtivöruframleiðendur.

Hundarnir, sem flestir eru á aldrinum tveggja til fimm ára, bjuggu á tilraunastofu í borginni Bangalore á Indlandi. Það voru fulltrúar dýraverndunarsamtakanna Compassion Unlimited Plus Action sem lögðu hönd á plóginn við að frelsa dýrin úr þessum miður skemmtilegu aðstæðum.

Óhætt er að segja að líf hundanna hafi breyst þann 16. maí síðastliðinn þegar yfirvöld í Bangalore höfnuðu beiðni forsvarsmanna tilraunastofunnar um að nota hundana áfram sem tilraunadýr og fyrirskipuðu að þeim skyldi sleppt. Dýraverndunarsamtökin höfðu barist fyrir því um nokkurt skeið að starfsemin yrði stöðvuð enda var velferð dýranna ekki beint höfð að leiðarljósi á umræddri tilraunastofu.

Forsvarsmenn samtakanna hafa undanfarna daga unnið að því að finna ný heimili fyrir hundana en áður en að því kemur munu sjö sjálfboðaliðar samtakanna þjálfa hundana til að gera þá reiðubúna fyrir hið venjulega líf og að umgangast og treysta fólki.

„Sumir eru enn varir um sig í kringum fólk. Þegar þeim var sleppt var augljóst að sumir voru hræddir, þeir höfðu aldrei litið dagsins ljós og þeirra heimur var mjög lítill. Sumir áttu erfitt með að ganga og hlaupa þar sem þeir höfðu aldrei gert það á meðan aðrir leituðu í skuggann og urðu smeykir þegar einhver nálgaðist þá,“ segir Chinthana Gopinath, sjálfboðaliði hjá samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat