fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Ólafur tjáir sig eftir slysið: Mikilvægt að allir sluppu vel

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 23. maí 2016 09:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allar björgunarsveitir fyrir austan fjall voru kallaðar út á áttunda tímanum í gærkvöldi þegar þyrla, með Ólaf Ólafsson, aðaleiganda Samskipa brotlenti suður af Nesjavallavirkjun. Með í för voru viðskiptafélagar Ólafs auk þyrluflugmanns. Mikill viðbúnaður var vegna slyssins og var fjöldi sjúkrabíla kallaður á vettvang.

Tilkynning barst um slysið klukkan 19.45 í gærkvöld. Slysstaður reyndist vera um 2,5 kílómetra suður af Nesjavallavirkjun og reyndust meiðsl þeirra fimm sem í þyrlunni vera minniháttar. Þeir voru allir fluttir í einni ferð með vél gæslunnar á slysadeild í Reykjavík. Þyrlan er mikið skemmd en í frétt Morgunblaðsins segir að Ólafur sé eigandi þyrlunnar.

Ólafur hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins.

„Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var ég farþegi í þyrlu sem lenti í óhappi á Hengilssvæðinu suður af Nesjavallavirkjun fyrr í kvöld. Mikilvægast er að allir sluppu tiltölulega vel frá þessu atviki miðað við aðstæður og fyrir það erum við þakklát. Fyrir hönd okkar vil ég þakka öllum hlutaðeigandi, þar með talið björgunarfólki og starfsfólki Landspítalans, fyrir skjót viðbrögð og faglega ummönnun.“

Þá segir Ólafur ennfremur:

,,Í þyrlunni voru þrír viðskipafélagar mínir frá Norðurlöndunum og íslenskur flugmaður. Um var að ræða útsýnisflug með erlendu gestina og ætlunin var að lenda aftur í Reykjavík.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi