fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Formlegur frestur Thorsil runninn út

– Reykjaneshöfn hefur ekki enn borist 140 milljóna greiðsla Thorsil vegna lóðar undir kísilver í Helguvík

Ritstjórn DV
Föstudaginn 20. maí 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjaneshöfn hefur ekki enn borist fyrsta greiðsla Thorsil ehf. á gatnagerðargjöldum, upp á 140 milljónir króna, vegna lóðar fyrirtækisins í Helguvík. Svo gæti farið að stjórn hafnarinnar, sem stefnir í greiðslufall í kjölfar árangurslausra viðræðna við kröfuhafa hennar, samþykki að seinka fyrsta gjalddaga Thorsil í sjötta sinn. Fyrirtækið átti upphaflega að ganga frá greiðslunni í desember 2014.

Hefur mikil áhrif

Stjórn Reykjaneshafnar samþykkti í mars síðastliðnum að fresta í fimmta sinn fyrsta gjalddaga Thorsil, sem vill reisa kísilmálmverksmiðju í Helguvík, til 15. maí. Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri Reykjaneshafnar, staðfestir í samtali við DV að greiðslan hafi ekki borist. Stjórnendur hafnarinnar munu að hans sögn funda með forsvarsmönnum Thorsil á næstu dögum.

Halldór Karl Hermannsson segir að þegar fyrsta greiðsla Thorsil komi til með að berast Reykjaneshöfn komi dagsetningar fyrir næstu greiðslur fyrirtækisins vegna lóðarinnar í Helguvík. Frestun fyrsta gjalddagans seinki því öllu ferlinu.
Hafnarstjórinn Halldór Karl Hermannsson segir að þegar fyrsta greiðsla Thorsil komi til með að berast Reykjaneshöfn komi dagsetningar fyrir næstu greiðslur fyrirtækisins vegna lóðarinnar í Helguvík. Frestun fyrsta gjalddagans seinki því öllu ferlinu.

„Við ætlum að hitta þá til viðræðna og þá munu næstu skref ráðast. Við höfum ekki tekið neina afstöðu um framhaldið en mér þætti ekki ólíklegt að það verði myndað eitthvert svigrúm svo Thorsil geti hnýtt saman lausa enda. Mér skilst að þetta sé komið á þann spöl að menn séu að loka málum og þá þurfa þeir aukið svigrúm til að klára það,“ segir Halldór og heldur áfram:

„Þetta hefur mikil áhrif á tekjuhliðina hjá okkur en við ráðum því miður ekki við gang málsins. Það hefur ekkert upp á sig að verða ósáttur og ég er bjartsýnn á að þetta fari að klárast.“

Skapar óvissu

Reykjaneshöfn hefur verið á greiðslufresti gagnvart stærstum hluta kröfuhafa sinna frá október í fyrra. Ástæðan er sú að höfnin getur ekki að óbreyttu staðið undir greiðslu skulda sem námu rétt rúmum átta milljörðum króna í árslok 2015. Í tilkynningu hafnarinnar til Kauphallar Íslands þann 14. apríl síðastliðinn sagði að samkomulag við kröfuhafa, sem staðið hefur yfir síðastliðna 18 mánuði, hefði ekki náðst. Að óbreyttu væri fyrirséð að til greiðslufalls á skuldbindingum Reykjaneshafnar, sem er í eigu Reykjanesbæjar, kæmi. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti í kjölfarið að tilkynna Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga að samningar um skuldalækkun hjá sveitarfélaginu og höfninni séu ekki í sjónmáli.

Lóðargreiðsla United Silicon í innheimtu

Líkt og DV greindi frá í febrúar þá hefur Reykjaneshöfn ekki heldur borist 100 milljóna króna greiðsla sem eigandi lóðarinnar undir kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík átti að borga í lok nóvember 2014. Stjórnendum hafnarinnar og eigendum einkahlutafélagsins Geysis Capital greinir á um ákvæði lóðarsamnings þeirra og eru vanskilin komin í innheimtu.

„Eins og hefur komið fram hjá bæjarstjóranum þá höldum við áfram að ræða við kröfuhafana í von um að finna niðurstöðu sem menn geta verið sáttir við. Það hefur ekki verið tekið nein afstaða til annars en að reyna það til þrautar,“ segir Halldór.

Hæstiréttur felldi í síðustu viku úr gildi ákvarðanir Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og ráðuneytis hennar, um að Landsneti væri heimilt að taka land á fimm jörðum á Reykjanesi eignarnámi. Niðurstaðan þýðir að Landsnet þarf nú að tengja Suðurnesjalínu 2 með öðrum leiðum þannig að auka megi raforkuöryggi á Suðurnesjum. Thorsil samdi við Landsnet í október 2015 um raforkuflutninga fyrir væntanlegt kísilver fyrirtækisins í Helguvík.

Þetta hefur mikil áhrif á tekjuhliðina hjá okkur en við ráðum því miður ekki við gang málsins.

„Við höfum ekki hitt þá [forsvarsmenn Thorsil] síðan þetta kom upp þannig að við vitum ekki hvort þetta hefur áhrif. Auðvitað skapar þetta ákveðna óvissu en mér finnst nú líklegt að Landsnet leysi þessi mál, enda hefur fyrirtækið tvö ár til þess.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi