fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Bjarni verður ekki stjórnarformaður félags um stöðugleikaeignir

Fram kom í frétt RÚV að fjármálaráðherra yrði stjórnarformaður – Skipar aðeins stjórnina – Félagið mun ráðstafa tugmilljarða eignum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 27. apríl 2016 11:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, verður ekki stjórnarformaður félags sem mun halda utan um eignir að verðmæti tugi milljarða króna sem voru framseldar ríkinu sem hluta af stöðugleikaframlagi slitabúa gömlu bankanna. Félagið mun taka formlega til starfa á allra næstu dögum og verður skipað þremur stjórnarmönnum.

Í frétt RÚV sem birtist í gærkvöldi kemur fram að fjármálaráðherra verði stjórnarformaður þessa félags. Samkvæmt öruggum heimildum DV er þetta ekki rétt. Bjarni mun ekki sitja í stjórn félagsins en hins vegar er það í verkahring fjármálaráðherra að skipa þá þrjá einstaklinga sem taka sæti í stjórninni. Ekki hefur verið tekin endanleg ákörðun hvort félagið muni einnig hafa á að skipa framkvæmdastjóra en samkvæmt frumvarpi sem var samþykkt á Alþingi í síðasta mánuði, sem veitir ráðherra heimild til að stofna einkahlutafélag í eigu ríkissjóðs, verður stofnfé félagsins 150 milljónir króna í því skyni að standa straum af rekstarkostnaði.

60 milljarða eignir

Verðmæti þeirra eigna sem verða í umsýslu þessa félags nema um 60 milljörðum króna. Fjármálaráðherra sagði hins vegar í umræðum á Alþingi um frumvarpið í lok síðasta árs að þegar horft væri til þess hversu mikið af þessum eignum gætu verið auðseljanlegar eignir, meðal annars hlutabréf í skráðum félögum, þá sé frekar um að ræða umsýslu á eignum að fjárhæð um 40 milljarða.

Félagið heldur utan um aðeins lítinn hluta þeirra eigna sem slitabúin afhentu ríkinu sem hluta af stöðugleikaframlagi þeirra. Verðmætasta eignin sem þau framseldu til stjórnvalda er sem kunnugt er 95% eignarhlutur í Íslandsbanka en sá hlutur fór undir Bankasýslu ríkisins. Þá fékk ríkið einnig afhent 84 milljarða króna skuldabréf frá Kaupþingi með veði í Arion banka sem verður greitt upp við sölu á bankanum – og fer sú fjárhæð stigvaxandi eftir því á hvaða verði Arion banki verður seldur.

Átti að vera á forræði Seðlabankans

Þegar frumvarpið um stofnun félags til að ráðstafa stöðugleikaframlögum frá slitabúunum var upphaflega lagt fyrir Alþingi á síðasta ári var gert ráð fyrir því að það yrði á forræði Seðlabanka Íslands að annast umsýslu þeirra eigna sem myndu færast undir félagið. Horfið var hins vegar frá því fyrirkomulagi en í umsögn Seðlabankans kom meðal annars fram að hann teldi það „álitamál að hann skuli setja upp félag og skipa því stjórn sem hefur það að meginmarkmiði að umbreyta eignum sem hann á ekki og ber ekki ábyrgð.“

Fallist var á þessi rök í meðferð málsins í efnahags- og viðskiptanefnd og sagði í áliti meirihluta nefndarinnar að veigamikil rök hefðu verið sett fram um að rétt væri að félagið myndi fremur heyra beint undir fjármálaráðuneytið í stað Seðlabankans. Taldi nefndin að með því fyrirkomulagi sem lagt sé til, þar sem ráðherra skipi stjórnina, séu verkefni félagsins í hæfilegri fjarlægð frá ráðuneytinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi