fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Fréttir

Vefjagigt staðfest með blóðrannsókn: Jafnraunverulegur sjúkdómur og kransæðastífla

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 29. febrúar 2016 12:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Vefjagigt er jafnraunverulegur sjúkdómur og kransæðastífla“, sagði Arnór Víkingsson gigtarlæknir í samtali við Pressuna fyrir ári síðan. Það vísaði hann á bug þeim hugmyndum að vefjagigt ætti sér sálrænar skýringar eða væri ímyndunarveiki. Sagði hann slíka fordóma auka á vanlíðan sjúklinga. Nú segir á vefnum Vefjagigt.is að hægt sé að staðfesta vefjagigt með blóðrannsókn. Áður hafi það einungis verið mögulegt með spurningalistum.

Sigrún Baldursdóttir sjúkraþjálfari segir um þessi tíðindi:

„Það eru, því miður, enn nokkrir sem efast um tilurð vefjagigtar einvörðungu út af því að ekki hefur tekist að greina meinið með hefðbundnum rannsóknaraðferðum. Þó hefur verið sýnt fram á sjúkleika og truflun í ýmsum líffærakerfum með rannsóknaraðferðum sem ekki er hægt að nota í klínik, má þar nefna röng hlutföll í taugaboðefnum í heila- og mænuvökva, skert blóðfæði í heila (SPECT), aukin virkni í verkjakerfi heilans ( F-MRI), truflun í ósjálfráða taugakerfinu (ANS).“

Algeng einkenni vefjagigtar:

Verkir. Þreyta. Svefntruflanir. Morgunstirðleiki. Lestrar-, tal- og minniserfiðleikar. Einbeitingarskortur. Svíðandi tilfinning í húðinni. Náladofi og dofatilfinning í fingrum, tám og í kringum munninn. Þunglyndishugsanir. Höfuðverkur. Jafnvægisröskun. Hjartsláttarköst og andþrengsli. Órólegur ristill og þvagblaðra. Tíðatruflanir (sársaukafullar, óreglulegar og miklar blæðingar). Streita og óróleiki í líkamanum. Aukin næmni gagnvart sterkri lykt, sterku ljósi og hávaða

Sigrún bætir við:

„Ítrekað hefur verið reynt að finna þætti í blóði sem eru sértækir fyrir vefjagigt og á síðust 3 árum hefur verið þróað blóðpróf sem talið er að geti staðfest vefjagigt með 99% vissu.“

Prófið mælir meðal annars prótein í blóði og hefur verið í þróun staðið yfir síðustu tíu árin.

„Fólk með vefjagigt er með truflun í ónæmiskerfinu – þeirra kerfi er veikara en heilbrigðra og fólks með aðra gigtarsjúkdóma. Í vefjagigt eru ekki merki um gigtarþætti í blóði sem valda bólgusvörun í vefjum sem er grunnþáttur í meingerð annarra gigtarsjúkdóma.“

Prófið var fyrst kynnt árið 2013 og var þá talið 93% markvisst. Prófið nú er talið gefa 99% nákvæmni. Eins og staðan er núna er prófið aðeins í boði í Bandaríkjunum. Hvort lækning sé í sjónmáli er annað mál. Aðspurður um það sagði Arnór:

„Ekki innan næstu fimm ára. Þetta er afar flókið og vandasamt verkefni. En lækning við vefjagigt mun finnast einhvern tíma, um það er ég sannfærður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Framkvæmdastjóri Fraktlausna kærður fyrir hótanir í garð díselolíuþjófs – „Eina sem skiptir máli eru réttindi glæpamanna“

Framkvæmdastjóri Fraktlausna kærður fyrir hótanir í garð díselolíuþjófs – „Eina sem skiptir máli eru réttindi glæpamanna“
Fréttir
Í gær

Útskýra hvers vegna Trump hatar vindmyllur eftir vanstilltan reiðilestur forsetans

Útskýra hvers vegna Trump hatar vindmyllur eftir vanstilltan reiðilestur forsetans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur MBA-nemi fór í stríð við HÍ – „Varstu vísvitandi að ljúga því að mér“

Ósáttur MBA-nemi fór í stríð við HÍ – „Varstu vísvitandi að ljúga því að mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump kallar eftir að Beyonce verði ákærð

Trump kallar eftir að Beyonce verði ákærð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fíll drap milljarðamæring í Suður Afríku – Önnur árásin á stuttum tíma

Fíll drap milljarðamæring í Suður Afríku – Önnur árásin á stuttum tíma
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ófrjóasta þjóð heimsins – Giftar konur hættar að eignast börn

Ófrjóasta þjóð heimsins – Giftar konur hættar að eignast börn