fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

„Þau gera sjálf – því þau geta það“

Börnin á Sunnuási gera sína eigin öskudagsbúninga alveg sjálf

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 14. febrúar 2016 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta eykur sjálfstæði barnanna, sjálfstraust og trú á eigin getu,“ segir Candace Alison Laque, deildarstjóri Langasands á leikskólanum Sunnuási í Reykjavík. Á leikskólanum gera börnin sína eigin öskudagsbúninga frá grunni. Undirbúningurinn byrjar í janúar og þá teikna börnin búningana sína á blöð og ákveða hvernig þau vilja hafa þá. Leikskólakennararnir og leiðbeinendur skipta sér ekki af hugmyndavinnunni, nema til að hvetja börnin áfram. „Við skiptum okkur nú bara eiginlega ekkert af þessu,“ segir Candace og hlær.

Leikskólinn vinnur mikið með skapandi starf og hefur það að leiðarljósi að hvetja börn til skapandi verkefna, til þess að hugsa og vinna sjálfstætt. „Við erum að vinna með lýðræði og jafnrétti í öllum námsþáttum. Svona er leikskólinn okkar,“ segir hún.

Hugmyndaflugið á að ráða ferðinni og börnin geta valið sér hvaða liti sem er, eins og sést á meðfylgjandi myndum. „Ef barnið vill hafa þetta svona, þá má barnið gera það. Það er svo miklu skemmtilegra,“ segir hún.

Þegar hafist er handa við saumaskapinn er starfsfólk skólans börnunum innan handar, en þau fá snemma að spreyta sig á að nota saumavélar skólans. „Við reynum að hjálpa þeim eins lítið og við getum. Það hjálpar þeim kannski meira, eykur sjálfstraust þeirra. Þetta er ekki auðvelt í fyrstu en verður alltaf auðveldara og þau læra að gera þetta þegar þau koma fyrst á leikskólann. Þetta er gott fyrir fínhreyfingarnar þeirra. Þegar þau útskrifast frá okkur eru þau orðin svo flink að sauma,“ segir hún.

„Það voru tvö börn sem fluttu úr hverfinu og skiptu um leikskóla, en við saumuðum líka búninga fyrir þau. Það hefði verið svo leiðinlegt ef þau hefðu misst af því að fá búningana sína,“ segir Candace.
Þegar öskudagur svo rennur upp eru allir spenntir fyrir deginum, máta búningana sína og börnin fá sjálf að mála sig með andlitsmálningu.

Eitt af því mikilvægasta er að búningarnir eru barnanna frá grunni. „Það er enginn að velta því fyrir sér hvort eitthvað sé skakkt eða ekki í réttum lit. Þetta er allt þeirra hugmynd og byggir á þeirra hugmyndaflugi. Ef það er ekki beint, þá er það allt í lagi. Þetta er fullkomið fyrir þau. Það erum við fullorðna fólkið sem erum frekar að spá í svoleiðis hluti. Börnunum finnst þetta alltaf mjög flott, þau eru stolt af því sem þau gera og eiga að vera það,“ segir Candace. „Þau gera sjálf – því þau geta það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi