fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Aldrei fleiri farþegar hjá WOW air í nóvember

Farþegafjöldi WOW air eykst um 164% í nóvember

Kristín Clausen
Fimmtudaginn 8. desember 2016 16:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

WOW air flutti 149.495 farþega til og frá landinu í nóvember eða um 164% fleiri farþega en í nóvember árið 2015. Þá var sætanýting WOW air 87% í nóvember í ár sem er sú sama og á síðasta ári, þrátt fyrir 164% aukningu á sætaframboði í nóvember. Framboðnum sætiskílómetrum fjölgaði um 215% í nóvember frá því á sama tíma í fyrra.

Það sem af er árinu hefur WOW air flutt um 1.502 þúsund farþega en það er 125% aukning farþega á sama tímabili frá árinu áður.

Nóvembermánuður er alltaf að verða vinsælli ferðamánuður meðal ferðamanna sem koma til Íslands. Samkvæmt Ferðamálastofu hefur fjöldi ferðamanna ríflega sexfaldast frá árinu 2010. Aldrei hafa fleiri ferðamenn flogið með WOW air til Íslands í nóvember
en 164% fleiri flugu með flugfélaginu í síðasta mánuði en árið áður.

Af þeim þjóðum sem komu til landsins í nóvember eru Bretar fjölmennastir eða 27,8% af heildarfjölda en fast á eftir fylgdu Bandaríkjamenn sem voru 23,2% af heildarfjölda.

WOW air flýgur til London, Edinborgar og Bristol í Bretlandi allan ársins hring. Félagið hóf áætlunarflug til New York í lok nóvember og flýgur nú til fimm áfangastaða í Bandaríkjunum.

Á næsta ári munu svo bætast við leiðarkerfið; Miami í apríl og Pittsburgh í júní. Flogið er allan ársins hring til allra áfangastaða WOW air í Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi