fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Dohop kosinn besti flugleitarvefur í heimi

Fyrirtækið var tilnefnt fjórða árið í röð

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 5. desember 2016 11:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vefur íslenska fyrirtækisins Dohop hefur verið kjörinn „Besti flugleitarvefur heims” (e. World’s Leading Flight Comparison Website 2016) af World Travel Awards þetta árið. Þetta er í annað sinn sem Dohop landar verðlaununum en það átti sér stað árið 2014.

Verðlaunin eru yfirleitt kölluð „Óskarsverðlaun ferðabransans“ en þau voru stofnuð árið 1993 til að vekja athygli á, verðlauna og hampa því besta í ferðabransanum á heimsvísu. World Travel Awards leita sjálf að því besta sem er í boði í ferðabransanum og tilnefning Dohop er frá þeim komin.

Með sigrinum telst Dohop vera í hópi stærstu fyrirtækja heims í ferðageiranum og skipar sér þar með sess með fyrirtækjum á borð við Lufthansa, Hertz, Hilton og Expedia. Dohop er jafnframt eina íslenska fyrirtækið sem tilnefnt hefur verið til lokaverðlauna World Travel Awards.

Í tilkynningu segir að þessi viðurkenning sé enn ein rósin í hnappagat fyrirtækisins en það fékk Nýsköpunarverðlaun Íslands í ár sem Rannís, Íslandsstofa, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, standa fyrir.

Dohop hlaut einnig tilnefningu World Travel Awards sem “Besta tæknilausnin í ferðaiðnaðinum”, (e. World’s Leading Travel Technology Provider 2016) en vann ekki.

Í byrjun árs gjörbreytti Dohop vörumerki sínu og setti nýja útgáfu af vefnum í loftið. Fyrirtækið hefur einnig bætt mikið við tæknina á árinu; til að mynda með verðdagatali og verðvernd í samstarfi við fyrirtækið FLYR. Hönnun nýja vörumerkis Dohop var í höndum sænsku hönnunarstofunnar Bedow.

„Það er frábært fyrir okkur að fá þessi verðlaun. Þetta er fjórða árið í röð sem við erum tilnefnd besta flugleitarvél í heimi og það undirstrikar þá miklu vinnu sem hefur farið í vefinn og tæknina undanfarin misseri,” segir Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri Dohop.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi