fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Íslendingar keyptu sér KFC fyrir 2,5 milljarða

Helgi í Góu malar enn gull á djúpsteiktum kjúklingi – 235 milljónir í arð á fimm árum

Ritstjórn DV
Laugardaginn 1. október 2016 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KFC skyndibitakeðjan hér á landi heldur áfram að mala gull fyrir Helga Vilhjálmsson, sem kenndur er við Góu. KFC hagnaðist um 110,5 milljónir króna árið 2015, samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins. Hagnaðurinn dregst heldur saman miðað við árið á undan þegar hann nam rúmum 120 milljónum króna. Íslendingar virðast þó ekki minna sólgnir í djúpsteikta kjúklinginn þar sem vörusala KFC í fyrra nam ríflega 2,5 milljörðum króna, samanborið við 2,4 milljarða árið áður.

235 milljónir í arð

KFC ehf. rekur átta veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu, Selfossi og í Keflavík. Helgi Vilhjálmsson er eini eigandi félagsins og framkvæmdastjóri. Líkt og árið á undan greiðir Helgi sér 50 milljónir króna í arð út úr félaginu í ljósi góðrar afkomu, ofan á þau laun sem hann fær sem framkvæmdastjóri og námu 11,6 milljónum króna í fyrra. DV hefur undanfarin ár fjallað um velgengni KFC og Helga en árin 2014 og 2015 virðast hafa verið sérlega góð. Síðastliðin fimm ár, frá 2011 til 2015, hefur hagnaður KFC numið alls 422,8 milljónum króna. Á sama tíma hafa arðgreiðslur til Helga, sem eina eiganda félagsins, numið 235 milljónum króna.

Á við 2,3 milljónir Zinger-borgara

Til að setja arðgreiðslur síðastliðinna fimm ára til Helga í samhengi fyrir aðdáendur KFC þá dygðu þær til að kaupa 217.794 Zinger Tower-kjúklingaborgara á 1.079 krónur stykkið.
Miðað við vörusölu KFC upp á 2,5 milljarða króna í fyrra má sömuleiðis segja að Íslendingar hafi keypt sér 2.316.960 Zinger Tower-borgara. Eða sem nemur um sjö borgurum á hvert mannsbarn á Íslandi.


Ár Hagnaður KFC ehf. Arðgreiðslur
2015 110,5 milljónir 50 milljónir
2014 120,5 milljónir 50 milljónir
2013 41 milljón 50 milljónir
2012 92,8 milljónir 55 milljónir
2011 58 milljónir 30 milljónir
Alls 422,8 milljónir 235 milljónir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi