fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024

„Afar dapurlegt fyrir íslenskt hönnunarsamfélag“

Menningarárið 2016: Brynhildur Pálsdóttir

Kristján Guðjónsson
Fimmtudaginn 5. janúar 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í menningarannál ársins 2016 sem birtist í áramótablaði DV 30. desember verður stiklað á stóru og rifjað upp það helsta sem átti sér stað í lista- og menningarheiminum á árinu sem er að líða. Leitað var til hóps álitsgjafa úr ýmsum kimum íslensks menningarlífs við gerð samantektarinnar. Daglega frá jólum og fram yfir þrettándannn munu vangaveltur álitsgjafanna birtast í heild sinni á menningarsíðu DV.is. Þar líta þeir yfir árið, rifja upp það markverðasta og eftirminnilegasta í íslensku listalífi árið 2016 og greina stöðuna í menningunni í árslok.


Brynhildur Pálsdóttir, hönnuður og einn eigenda Vík Prjónsdóttir

Hvað þótti þér eftirminnilegasta listaverk (eða hönnun) ársins 2016?

hönnuður.
Brynhildur Pálsdóttir, hönnuður.

Sýningin 1+1+1 í SPARK Design Space var skemmtilegasta hönnunarsýningin sem ég sá árið 2016. Samstarf hönnuðanna fimm frá Íslandi, Finnlandi og Svíþjóð er frábær innblástur og sönnun þess að samstarf og samvinna er ein besta leiðin til þess að taka hluti lengra og kanna nýjar slóðir.

Leiksýningin Njála var eftirminnilegasta leiksýningin á árinu og eiginlega sú besta sem ég hef séð í leikhúsi. HA blaðið um hönnun og arkitektúr sannaði sig sem mikilvægur vettvangur fyrir faglega umræðu og sem heimild um hönnun og arkitektúr. Það verður áhugavert að sjá hvernig það þróast og þroskast áfram á næsta ári.

Hvað þótti þér markverðast í menningarlífinu á Íslandi á árinu?
(gott eða slæmt, viðburður, atvik, bransafrétt, trend, nýliði, listræn átök, menningarpólitísk ákvörðun eða hvað sem þér dettur í hug)

Það að SPARK Design Space lokaði á Klapparstígnum var afar dapurlegt fyrir íslenskt hönnunarsamfélag þar sem það eru allt of fáir staðir fyrir hönnuði til þess að sýna og selja sín verk. SPARK var mjög mikilvægur vettvangur fyrir fagið og vonandi fáum við fljótt aftur hönnunargallerí í borgina. Húsnæðismál einkenndu árið 2016, hækkun á leiguverði í miðbænum hefur valdið því að sérverslanir og gallerí hafa þurft að færa sig og loka en það jákvæða við þróun borgarinnar er að sjá þéttingu byggðarinnar, að sjá ný verkefni og svæði byggjast upp eins og til dæmis Hafnartorg og Alþingisreitinn. Skipulagssamkeppnir um ný svæði í borginni eru virkilega spennandi og áhugavert að sjá hvernig umhverfi okkar er að þróast. Hönnunarmiðstöð fékk loksins nýtt húsnæði á árinu sem er frábært og verður forvitnilegt að sjá starfsemina þróast á nýjum stað. Vonandi verður þetta til þess að samfélag hönnuða og arkitekta eflist enn frekar.

Hvað finnst þér hafa einkennt menningarlífið/ -umræðuna á Íslandi árið 2016?

Umræðan um listamannalaunin er alltaf jafn leiðinleg ár hvert, en kannski var hún núna tækluð vel þar sem sýnt var fram á hve litlar upphæðir þetta eru í raun miðað við hverju launin skila í menningarlífinu í okkar litla samfélagi. Það sem vantar helst er þó meiri og betri umræða, fleiri sjónvarpsþætti, greinar og gagnrýni um hönnun, arkitektúr, myndlist og svo framvegis. Umræða og vangaveltur eru, eins og alltaf, besta leiðin til þess að efla og styrkja menningu.

Mynd: GRIMUR BJARNASON

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Áhugi Bayern á Ten Hag ekki ýkja mikill eftir allt saman

Áhugi Bayern á Ten Hag ekki ýkja mikill eftir allt saman
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Er hústökufaraldur í Bandaríkjunum eða er hér um áróður hægri manna að ræða?

Er hústökufaraldur í Bandaríkjunum eða er hér um áróður hægri manna að ræða?
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum
Silva aftur heim
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Fjölskyldufaðir í öngum sínum eftir að konan sem stakk son hans 108 sinnum með brauðhníf var dæmd til samfélagsþjónustu

Fjölskyldufaðir í öngum sínum eftir að konan sem stakk son hans 108 sinnum með brauðhníf var dæmd til samfélagsþjónustu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tindastóll þarf að spila á Akureyri eftir leysingar

Tindastóll þarf að spila á Akureyri eftir leysingar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Forsetinn staðfestir að Greenwood sé til sölu

Forsetinn staðfestir að Greenwood sé til sölu
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

BeFit Iceland fagnaði fimm ára verslunarafmæli – „Eina sem kemur upp í hugann er endalaust þakklæti“

BeFit Iceland fagnaði fimm ára verslunarafmæli – „Eina sem kemur upp í hugann er endalaust þakklæti“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Enn eitt stórliðið bætist í hópinn við þau sem vilja kaupa Albert í sumar

Enn eitt stórliðið bætist í hópinn við þau sem vilja kaupa Albert í sumar
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Valgerður kenndi sér um í mörg ár þegar gerandi hennar framdi sjálfsvíg – Segir þolendur hans vera marga

Valgerður kenndi sér um í mörg ár þegar gerandi hennar framdi sjálfsvíg – Segir þolendur hans vera marga