fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

„Mikill missir af Tectonics-hátíðinni“

Menningarárið 2016: Þráinn Hjálmarsson

Kristján Guðjónsson
Sunnudaginn 25. desember 2016 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í menningarannál ársins 2016 sem birtist í áramótablaði DV 30. desember verður stiklað á stóru og rifjað upp það helsta sem átti sér stað í lista- og menningarheiminum á árinu sem er að líða. Leitað var til hóps álitsgjafa úr ýmsum kimum íslensks menningarlífs við gerð samantektarinnar. Daglega frá jólum og fram yfir þrettándannn munu vangaveltur álitsgjafanna birtast í heild sinni á menningarsíðu DV.is. Þar líta þeir yfir árið, rifja upp það markverðasta og eftirminnilegasta í íslensku listalífi árið 2016 og greina stöðuna í menningunni í árslok.


Þráinn Hjálmarsson, tónskáld.

tónskáld.
Þráinn Hjálmarsson, tónskáld.

Hvað þótti þér eftirminnilegasta listaverk ársins 2016?

Eftirminnilegasta listaverk ársins var verkið „dozens of canons: Anaîs Faivre Haumonté“ eftir bandaríska tónskáldið Evan Johnson, sem franski sellistinn, Séverine Ballon, frumflutti á Tectonics-hátíð Sinfóníuhljómsveitar Íslands í apríl síðastliðnum. Verkið samanstóð af hárfínum og smágerðum hljóðheimi sem skilaði sér vel í mögnuðum flutningi Séverine. Það sem kannski gerir verkið svo eftirminnilegt er að upplifun mín af verkinu var á einhvern hátt skyldari leikhús-upplifun fremur en tónlistar-upplifun. Tónlist sem magnaði upp skynjun fyrir rými og umhverfi.

Hvað þótti þér markverðast í menningarlífinu á Íslandi á árinu?
(gott eða slæmt, viðburður, atvik, bransafrétt, trend, nýliði, listræn átök, menningarpólitísk ákvörðun eða hvað sem þér dettur í hug)

Það verður mikill missir af Tectonics-hátíð Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem fram fór í fjórða og síðasta sinn á árinu. Áhrif hátíðarinnar á íslenskt tónlistarlíf mun eflaust koma betur og betur í ljós með tímanum, en Ilan Volkov, listrænn stjórnandi hátíðarinnar og þáverandi aðalstjórnandi SÍ, kom líkt og stormsveipur inn í íslenskt tónlistarlíf og náði að virkja gífurlega breiðan hóp listamanna og efna til óvæntra samtala með þessari hátíð.

Norrænir Músíkdagar sem haldnir voru hér á landi í ár, voru einnig vel heppnaðir og voru vel tengdir inní þá tískustrauma sem að finna má í norrænni samtímatónlist í dag. Það var vissulega ánægjulegt að frétta af þeim straumhvörfum sem átti sér stað í rúmlega 200 ára sögu hátíðarinnar, að á efnisskránni var hlutfall karl- og kvenhöfunda jafnt í fyrsta sinn í sögu hátíðarinnar.

Tectonics tónlistarhátíðin var haldin í síðasta skipti í ár en Ilan Volkov, listrænn stjórnandi hátíðarinnar, kom líkt og stormsveipur inn í íslenskt tónlistarlíf, að sögn Þráins Hjámarssonar tónskálds.
Stormsveipur Tectonics tónlistarhátíðin var haldin í síðasta skipti í ár en Ilan Volkov, listrænn stjórnandi hátíðarinnar, kom líkt og stormsveipur inn í íslenskt tónlistarlíf, að sögn Þráins Hjámarssonar tónskálds.

Hvað finnst þér hafa einkennt menningarlífið/ -umræðuna á Íslandi árið 2016?

Það sem hefur verið nokkuð áberandi í starfi listamanna síðustu ár er þessi hugmynd um birtingu heimsmynda í gegnum listina og það að nýta listina sem rannsóknartæki. Þetta hefur kannski eitthvað að gera með þátttöku á samfélagsmiðlum, þar sem það er orðinn töluverður skilningur á og næmni fyrir að hver einstaklingur geti í raun dregið upp ólíkar myndir af sjálfum sér með aðkomu miðlanna. Hlutirnir snúistí raun fyrst og fremst um frásögnina af þeim, en ekki frummyndina.

Innan sviðslista, bókmennta og myndlistar, hefur þetta verið hvað helst áberandi í verkum þar sem höfundar vinna með persónulegt uppgjör sitt við veruleika eða reynslu eða jafnvel vinni útfrá eldri hugmyndaheimi/ heimsmyndar. Þrátt fyrir að vera oft persónuleg viðföng, þá er kjarni þessara verka oftar en ekki fólgin í frásögninni, blæbrigði hennar og miðluninni.

Þetta birtist einnig, en þó með öðrum hætti, innan „klassísku tónlistarinnar“. En þar virðist vera að eiga sér stað ákveðin kynslóðaskipti þar sem upprunaflutningur og stílmeðvitund hefur verið meira áberandi í starfi tónlistarflytjenda af yngri kynslóðinni. Í upprunaflutningi (sem eru um 30+ ára gömul fræði) er leitast við að miðla eldri tónlist á þann hátt sem líklegast er að hún hafi hljómað við fyrsta flutning. Slík nálgun krefst meðvitundar og skilnings á þeim aðstæðum og hugmyndaheimi sem mótaði tónlistina.


Lestu fleiri ársuppgjör úr menningarlífinu:

Jón Atli Jónasson, rithöfundur.
Brynhildur Pálsdóttir, hönnuður.
Sesselja G. Magnúsdóttir, dansgagnrýnandi.
Ármann Reynisson, vinjettuskáld.
Hildur Steinþórsdóttir, arkitekt.
Þráinn Hjálmarsson, tónskáld.
Ewa Marcinek, ljóðskáld.
Bjarki Þór Jónsson, tölvuleikjafræðngur og kennari
Anna Marsibil Clausen, blaðakona og bókmenntafræðingur
Sveinn Einarsson, fyrrverandi Þjóðleikhússtjóri.
Þorgerður Ólafsdóttir, myndlistarmaður.
Fannar Örn Karlsson, tónlistarmaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Hraunaði yfir eigin leikmann í beinni útsendingu og lét allt flakka: Vinsæll en á ekki skilið mínútur – ,,Brást okkur öllum“

Hraunaði yfir eigin leikmann í beinni útsendingu og lét allt flakka: Vinsæll en á ekki skilið mínútur – ,,Brást okkur öllum“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“