fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fókus

KÓNGAFÓLKIÐ: Pabbi Meghan Markle er að fara á taugum – Mætir líklegast ekki í brúðkaupið

Margrét Gústavsdóttir
Þriðjudaginn 15. maí 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið fjaðrafok stendur nú yfir í Kensington höll vegna ljósmyndahneykslis sem tengist pabba Meghan Markle, Thomas Markle.

Allt í plati!

Að sögn bresku pressunar er karlanginn mjög inn í sig og til baka. Svokallaður introvert eða einfari og öll athyglin í kringum væntanlega hjónavígslu dóttur hans á laugardaginn leggst ekki nógu vel hann.

Slúðursíðan TMZ hefur eftir Thomas að hann ætli bara að bakka út úr þessu öllu og halda sig heima en planið var að hann myndi leiða dóttur sína upp að altarinu.

Tilefni fjaðrafoksins eru ljósmyndir sem systir Meghan, Samantha, lét taka af föður þeirra til að bæta ímynd hans sem henni þótti víst ekki nógu góð.

Á myndunum, sem voru teknar með stórri aðdráttarlinsu, mátti sjá Thomas máta kjólföt og lesa greinar um brúðkaupið líkt og hann væri að undirbúa sig fyrir stóra daginn. Myndirnar voru svo seldar til slúðurpressunnar líkt og um svokallaðar paparazzi ljósmyndir væri að ræða.

 

Þá er einnig talað um að tilvonandi tengdapabbi prinsins hafi fengið hjartaáfall fyrir stuttu og sumir vilja meina að það tengist öllum látunum og áreitinu sem hann hefur mátt þola frá breskum fjölmiðlum.

Thomas Markel starfaði árum saman sem ljósamaður í kvikmynda og sjónvarpsbransanum og hefur hann tvisvar sinnum hlotið Emmy verðlaun fyrir störf sín.

Thomas og móðir Meghan, Doria Ragland, skildu hinsvegar þegar Meghan var sex ára. Thomas, sem á tvö börn úr fyrra hjónabandi – til að mynda fyrrnefnda Samönthu – fór fram á gjaldþrot fyrir tveimur árum síðan.

Meghan ku vera miður sín yfir þessu öllu saman en að sögn BBC er hún svokölluð „pabbastelpa“.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Komst að fortíð kærustunnar og treystir henni ekki lengur

Komst að fortíð kærustunnar og treystir henni ekki lengur
Fókus
Í gær

Hafði kynmök við aðra konu fyrir framan unnusta hennar – Segist hafa gert henni greiða

Hafði kynmök við aðra konu fyrir framan unnusta hennar – Segist hafa gert henni greiða
Fókus
Fyrir 2 dögum

Náðu að svindla yfir hundrað milljónum af íslensku fyrirtæki

Náðu að svindla yfir hundrað milljónum af íslensku fyrirtæki
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hugtakið „Stokkhólmsheilkenni“ byggir á röngu mati geðlæknis á aðstæðum í bankaráninu fræga

Hugtakið „Stokkhólmsheilkenni“ byggir á röngu mati geðlæknis á aðstæðum í bankaráninu fræga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skilnaðarlögfræðingur um hvort karlar eða konur halda meira framhjá – Svarið gæti komið þér á óvart

Skilnaðarlögfræðingur um hvort karlar eða konur halda meira framhjá – Svarið gæti komið þér á óvart
Fókus
Fyrir 4 dögum

Allt annað að sjá Brad Pitt – Sjáðu myndina

Allt annað að sjá Brad Pitt – Sjáðu myndina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vill losna við Scott úr lífi sínu og raunveruleikaþáttunum – Íhugar að setja fjölskyldu sinni afarkosti

Vill losna við Scott úr lífi sínu og raunveruleikaþáttunum – Íhugar að setja fjölskyldu sinni afarkosti
Fókus
Fyrir 4 dögum

Patrekur klæddi sig upp sem Victoria‘s Secret fyrirsæta – Sjáðu hvernig hann fór að þessu

Patrekur klæddi sig upp sem Victoria‘s Secret fyrirsæta – Sjáðu hvernig hann fór að þessu