fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Fókus

Dulbúinn og dularfullur Sjálfstæðismaður vekur kátínu: „Þvílíkt lúkk“

Fókus
Fimmtudaginn 14. febrúar 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú í kjördæmaviku hafa Sjálfstæðismenn ferðast um landið allt í rútu og heimsótt fjölda bæja og vinnustaði. Flokkurinn hefur verið iðinn við að deila myndum af hringferðinni.

Einn gestur á samkundu flokksins á Egilsstöðum hefur þó vakið sérstaka athygli. Maðurinn, sem DV er ekki kunnugt um hvað heitir, er klæddur í skyrtu, bindi og kúrekahatt, allt er í felulitum, svokölluðu kamó.

https://www.instagram.com/p/Bt0RM79g6D4/

Þetta hefur vakið kátínu og virðist Sjálfstæðisflokkurinn taka þátt því. Á mynd sem flokkurinn birtir af „kamómanninum“ og Hildi Sverrisdóttur, varaþingmanni og aðstoðarmanni Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur, stendur: „Hildur er alein á þessari mynd.“

Á Twitter slá líka blaðamenn á létta strengi vegna kamó-mannsins. „Þvílíkt lúkk. Kamó hattur, kamó skyrta og toppað með kamó bindi,“ skrifar Stefán Rafn Sigurbjörnsson, fréttamaður á Stöð 2. Þórgnýr Albertsson, blaðamaður á Fréttablaðinu, segir svo: „Það birtist ekkert á þessari mynd hjá mér.“

Þegar vel er að gáð þá sést maður á þessari mynd.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Jólagestir féllu misvel í kramið hjá áhorfendum – „Langar mest að labba út“

Jólagestir féllu misvel í kramið hjá áhorfendum – „Langar mest að labba út“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Besti tími ársins“

Vikan á Instagram – „Besti tími ársins“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Sól: Sagði upp verkfræðistarfinu hjá Össuri til að elta drauminn

Margrét Sól: Sagði upp verkfræðistarfinu hjá Össuri til að elta drauminn
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Var kominn í 12 tíma símanotkun á dag”

„Var kominn í 12 tíma símanotkun á dag”
Fókus
Fyrir 5 dögum

Konan í Coldplay-hneykslinu rýfur loks þögnina – Lífið breyttist í algjöra martröð

Konan í Coldplay-hneykslinu rýfur loks þögnina – Lífið breyttist í algjöra martröð
Fókus
Fyrir 5 dögum

Siðprúðir og heiðarlegir menn beðnir um að gefa sig fram

Siðprúðir og heiðarlegir menn beðnir um að gefa sig fram