WBA tók á móti Liverpool í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag en leiknum lauk með 2-2 jafntefli.
Liverpool komst í 2-0 í leiknum með mörkum frá þeim Danny Ings og Mohamed Salah en þeir Jake Livermore og Salomon Rondon jöfnuðu metin fyrir WBA í síðari hálfleik og lokatölur því 2-2 í hörkuleik.
Mohamed Salah, sóknarmaður Liverpool hefur nú skorað 31 mark í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð og hefur þar með jafnað met deildarinnar yfir flest mörk skoruð á einu tímabili í 38 leikja deild.
Hann á nú metið með þeim Cristiano Ronaldo, Luis Suarez og Alan Shearer en Liverpool á ennþá þrjá leiki eftir af tímabilinu og verður að teljast ansi líklegt að Salah slái metið.
Salah kom til Liverpool frá Roma síðasta sumar og hefur verið magnaður fyrir félagið á þessari leiktíð en hann hefur nú skorað 41 mark í 46 leikjum með liðinu á tímabilinu.
Mohamed Salah has equalled the record for most goals in a single 38-game Premier League season.
1995/96: Alan Shearer (31)
2007/08: Cristiano Ronaldo (31)
2013/14: Luis Suarez (31)
2017/18: Mohamed Salah (31)Elite company. pic.twitter.com/rsaDhQk1ek
— Squawka Football (@Squawka) April 21, 2018