fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025

Stofugangur

Óttar Guðmundsson skrifar: Gæsalifur og hvítvín

Óttar Guðmundsson skrifar: Gæsalifur og hvítvín

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Mig dreymdi tvær alþýðuhetjur í nótt, Ólaf Friðriksson verkalýðsleiðtoga (d. 1964) og Bríeti Bjarnhéðinsdóttur kvenréttindakonu (d. 1940). Þau voru á Arnarhóli í tilefni af 50 ára afmæli kvennafrídagsins. Ólafur sagðist vaka yfir stjórnmálunum og hann saknaði raunverulegra verkalýðsforingja og vinstri flokka. „Það er eins og forystan hafi misst öll tengsl við eiginlega umbjóðendur sína. Þetta Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Kormákseðli þjóðskáldsins

Óttar Guðmundsson skrifar: Kormákseðli þjóðskáldsins

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ég hef verið að lesa bókina Kormákseðli þjóðskáldsins eftir Friðrik G. Olgeirsson um ástamál Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Davíð hélt innreið sína í íslenskt bókmenntalíf á fyrri hluta liðinnar aldar og varð strax mjög ástsæll af þjóð sinni. Konur heilluðust af Davíð enda var hann mikið glæsimenni og ljóðin hans hittu þær í hjartastað. Hann Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Næturgestur í Alþingishúsinu

Óttar Guðmundsson skrifar: Næturgestur í Alþingishúsinu

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Í vikunni dvaldist ókunnur maður í Alþingishúsinu næturlangt. Hann laumaði sér innum ólæstar dyr og vafraði um húsið alla nóttina. Árvökull vaktmaður hússins kom aðvífandi en gestinum tókst að sannfæra hann um lögmæt erindi sín. Eftirlitsmyndavélar fylgdust eftir þetta með manninum þar sem hann rölti um húsið í algjöru tilgangsleysi. Um morguninn fjarlægði lögregla manninn Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Heitirðu Óttar?

Óttar Guðmundsson skrifar: Heitirðu Óttar?

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Ég fæddist í Reykjavík skömmu eftir lok seinni heimsstyrjaldar. Í fyllingu tímans var ég skýrður af sr. Jóni Thorarensen. „Hvað á barnið að heita?“ Óttar var svarið. Klerkur hváði enda var nafnið óvenjulegt á þessum tíma. Hann skráði í skírnarvottorðið að drengurinn héti Othar að norskum sið. Faðir minn leiðrétti þetta en lét prestinn skrá Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra lykkjumálið

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra lykkjumálið

EyjanFastir pennar
27.09.2025

Sigurður skáld Breiðfjörð dvaldist um þriggja ára skeið í Grænlandi á 19. öldinni. Hann lýsir samskiptum hrokafullrar herraþjóðar við undirsáta sína. Danir litu niður á Grænlendinga sem barnalegt og óþroskað fólk sem hafa þyrfti vit fyrir. Þegar ég dvaldist í Kaupmannahöfn á árum áður kynntist ég vel þessari neikvæðu afstöðu Dana til Grænlendinga. Nýlega var Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Feimnismál

Óttar Guðmundsson skrifar: Feimnismál

EyjanFastir pennar
20.09.2025

Nýlega birtust í fjölmiðlum fregnir af Birni Borg tennishetju. Á Svíþjóðarárum mínum var Björn þjóðhetja og tákn norrænnar karlmennsku. Hann var langur og mjór með sítt ljóst hár og ennisband. Hljótt hefur verið um kappann þar til greint var frá því að hann hefði um árabil barist við krabbamein í blöðruhálskirtli og kókainfíkn. Fullorðnir karlmenn Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli

EyjanFastir pennar
13.09.2025

Hallfreðar saga vandræðaskálds fjallar um ungt skáld í krónískri tilvistarkreppu. Hann elskar Kolfinnu en tekst aldrei að raungera þá ást. Hún giftist öðrum og Hallfreður harmar hana allt sitt líf. Ævi hans einkennist af vonbrigðum og mikilli beiskju. Ég finn fyrir andlegum skyldleika með Hallfreði og fleiri óhamingjusömum skáldum sem flæktu líf sitt með vafasömum Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

EyjanFastir pennar
30.08.2025

Nýlega var tilkynnt að hinn umdeildi Dónald Trump væri að losa sig við liðónýtan skattstjóra, Billy Long að nafni með því að gera hann að sendiherra á Íslandi. Margir heilagir og góðgjarnir Íslendingar fylltustu réttlátri reiði og sögðu það til skammar að fá mann þennan til Íslands. Starfsferill og pólitísk afskipti hans voru rakin og Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu

EyjanFastir pennar
23.08.2025

Um þessa helgi er haldin Njáluhátíð í Rangárþingi undir slagorðinu „Upp með Njálu.“ Á opnunarkvöldinu að Hvolsvelli var ný söguskoðun áberandi. Hallgerður langbrók hefur nú endanlega fengið uppreisn æru. Ekki er lengur litið á hana sem kvendjöful heldur sterka og sjálfstæða konu í miskunnarlausu karlaveldi. Hún á engan möguleika í hjónabandi sínu við Gunnar Hámundarson Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi

EyjanFastir pennar
16.08.2025

Við Jóhanna kona mín erum á árlegu ferðalagi okkar um landið. Við leigjum venjulega sumarbústað læknafélaganna þar sem við höfum bækistöð í eina viku. Á daginn keyrum við um næsta nágrenni, förum í sund, hneykslumst á erlendum ökumönnum, etum vondar pylsur og förum á slóðir Sturlunga. Ég felli tár yfir grimmum afdrifum frænda minna á Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af