fbpx
Mánudagur 15.desember 2025

Stofugangur

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Fjöldi Íslendinga hefur gert garðinn frægan í erlendum óperuhúsum. Frægasti söngvarinn á erlendri grund er þó Þorsteinn drómundur í Grettissögu. Honum tókst að heilla íbúa Miklagarðs (Istanbul) með söng sínum. Rík og glæsileg kona að nafni Spes, sem var mikill óperuaðdáandi, giftist söngvaranum í hrifningarvímu. Segja má að Drómundur hafi því unnið fyrstu verðlaun í Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Ástamál eftirlifandi

Óttar Guðmundsson skrifar: Ástamál eftirlifandi

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Dauðinn er atkvæðamikill leikstjóri í samfélaginu. Fólk á góðum aldri deyr af einhverjum ástæðum og eftir standa maki og börn. Lífið heldur áfram og stundum vill eftirlifandi maki stofna til nýs sambands eða sambúðar. Börn og aðrir ættingjar bregðast mjög misjafnlega við slíkum fyrirætlunum. Í starfi mínu hef ég rekist á harðfullorðin börn sem börðust Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Hallgrímur Pétursson í jólabókaflóðinu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hallgrímur Pétursson í jólabókaflóðinu

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Ég hitti á dögunum Hallgrím Pétursson prest og sálmaskáld á rölti á Skólavörðuholtinu. Við Hallgrímur kynntumst lítillega í Kaupmannahöfn árið 1636 þegar hann kenndi kristinfræði Íslendingum sem höfðu dvalist lengi í Múslímalöndum. Hallgrímur var með nýja ljóðabók, Píslarslóð frelsarans, sem hann barðist við að koma á framfæri í jólabókaflóðinu. „Hvernig gengur?“ sagði ég. „Ekki neitt,“ Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Ungmennafélagsandinn og Einar Kárason

Óttar Guðmundsson skrifar: Ungmennafélagsandinn og Einar Kárason

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Ungmennafélögin voru stofnuð um aldamótin 1900 til að efla þjóðernisvitund Íslendinga, bjarga tungumálinu og fylla þjóðina nýrri von og trú. Lífskjör í landinu voru verri en víðast hvar í Evrópu. Húsakostur var fátæklegur, atvinnuvegir frumstæðir og þjóðin beygð af margra alda mótlæti. Stór hluti fólks var flúinn til Vesturheims. Ungmennahreyfingunni tókst ásamt pólitískri vakningu að Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson

EyjanFastir pennar
15.11.2025

Sjálfstæðisflokkurinn hélt baráttufund fyrir innvígða flokksmenn sína á dögunum. Tilgangurinn var að þétta raðirnar og stappa stálinu í flokkskjarnann. Menn eru langþreyttir á dapurlegum skoðanakönnunum sem sýna að fylgi flokksins fer stöðugt minnkandi. Í nýjustu könnunum hangir flokkurinn í 17 % fylgi. Flokkurinn á sér glæsilega sögu. Hann var stofnaður árið 1929 með samruna Íhaldsflokksins Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

EyjanFastir pennar
08.11.2025

Fyrir skemmstu snjóaði verulega í Reykjavík í einn sólarhring. Bílar spóluðu fastir og andstuttir fréttamenn töluðu við fullorðið fólk eins og börn um snjóinn. Drýldnir Akureyringar sögðust reyndar hafa séð mun meiri snjó fyrir norðan. Fjölmargir tóku myndir af öngþveitinu sem skapaðist í þessu fannfergi. Frægasta myndbrotið var af pirruðum ökumanni sem keyrði utan í Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans

EyjanFastir pennar
01.11.2025

Ég starfaði um árabil á meðferðarstofnunum fyrir fíkla úr öllum lögum samfélagsins. Margir góðkunningjar lögreglunnar voru meðal þessara sjúklinga. Þessir menn voru venjulega þaulvanir að sitja í yfirheyrslum og segja sem allra minnst. Oft var erfitt að ná saman nothæfri sjúkraskrá því að viðkomandi gaf engar upplýsingar um eigin líðan. Ég áttaði mig fljótlega á Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Gæsalifur og hvítvín

Óttar Guðmundsson skrifar: Gæsalifur og hvítvín

EyjanFastir pennar
25.10.2025

Mig dreymdi tvær alþýðuhetjur í nótt, Ólaf Friðriksson verkalýðsleiðtoga (d. 1964) og Bríeti Bjarnhéðinsdóttur kvenréttindakonu (d. 1940). Þau voru á Arnarhóli í tilefni af 50 ára afmæli kvennafrídagsins. Ólafur sagðist vaka yfir stjórnmálunum og hann saknaði raunverulegra verkalýðsforingja og vinstri flokka. „Það er eins og forystan hafi misst öll tengsl við eiginlega umbjóðendur sína. Þetta Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Kormákseðli þjóðskáldsins

Óttar Guðmundsson skrifar: Kormákseðli þjóðskáldsins

EyjanFastir pennar
18.10.2025

Ég hef verið að lesa bókina Kormákseðli þjóðskáldsins eftir Friðrik G. Olgeirsson um ástamál Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Davíð hélt innreið sína í íslenskt bókmenntalíf á fyrri hluta liðinnar aldar og varð strax mjög ástsæll af þjóð sinni. Konur heilluðust af Davíð enda var hann mikið glæsimenni og ljóðin hans hittu þær í hjartastað. Hann Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Næturgestur í Alþingishúsinu

Óttar Guðmundsson skrifar: Næturgestur í Alþingishúsinu

EyjanFastir pennar
11.10.2025

Í vikunni dvaldist ókunnur maður í Alþingishúsinu næturlangt. Hann laumaði sér innum ólæstar dyr og vafraði um húsið alla nóttina. Árvökull vaktmaður hússins kom aðvífandi en gestinum tókst að sannfæra hann um lögmæt erindi sín. Eftirlitsmyndavélar fylgdust eftir þetta með manninum þar sem hann rölti um húsið í algjöru tilgangsleysi. Um morguninn fjarlægði lögregla manninn Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af