Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
EyjanFastir pennarÁ dögunum lést úti í Ameríku leik- og söngkonan Connie Francis. Þessi frétt vakti litla athygli enda var Connie orðið gömul kona og flestum gleymd. Mér var þetta áfall enda var Connie fyrsta ástin í mínu lífi. Unglingaherbergið á æskuheimili mínu við Bergstaðastræti var þakið myndum af Connie úr þýska tímaritinu Bravó. Hún vakti mig Lesa meira
Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi
EyjanFastir pennarÞorgeir Hávarsson í Fóstbræðrasögu var óþolinmóður maður. Þegar honum leiddist orðavaðall eða málþóf á baðstofuloftinu hjó hann stundum hausinn af viðmælanda sínum. Flestir landsmenn eru sammála um það að umræðan á þingi um veiðigjald og fiskveiðistjórnun hafi verið óumræðilega leiðinleg. Sömu rökin með og á móti voru endurtekin í sífellu og venjulegt fólk löngu búið Lesa meira
Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér
EyjanFastir pennarÞórður Andrésson af ætt Oddaverja snerist gegn Gissuri Þorvaldssyni í átökum Sturlungaaldar á 13du öld. Þessi andstaða Þórðar misheppnaðist hrapallega og var hann handtekinn af Gissuri og tekinn af lífi. Þegar Þórður baðst vægðar og fyrirgefningar sagðist Gissur fyrirgefa honum þegar hann væri dauður. Ég var alinn upp á vinstri sinnuðu heimili. Faðir minn gaf Lesa meira
Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum
EyjanFastir pennarÁ tólftu öld var Jón Loftsson Oddaverji valdamesti maður landsins. Hann naut óskoraðs álits bæði meðal samherja og óvina. Jón var fenginn til að leysa flókin deilumál annarra höfðingja þar sem enginn efaðist um vit hans og stjórnkænsku. Hann andaðist 1197 en enginn sona hans var sjálfgefinn arftaki. Oddaverjar voru næstu áratugina foringjalausir en öðrum Lesa meira
Óttar Guðmundsson skrifar: Bólu-Hjálmar
EyjanFastir pennarEitt öflugasta og fátækasta skáld 19. aldar var Hjálmar Jónsson frá Bólu í Blönduhlíð í Skagafirði. Hann þótti níðskældinn og var kærður fyrir sauðaþjófnað af nágrönnum sínum. Eftir löng réttarhöld var hann sýknaður og hrökkluðust hjónin í kjölfarið frá Bólu. Hann var listfengur og liggja eftir hann margir glæstir smíðisgripir og útskurður í lokuðum dyblissum Þjóðminjasafns. Kvæði Lesa meira
Óttar Guðmundsson skrifar: Alvarlegu augun
EyjanFastir pennarÍ Sturlungu er getið um fund Sighvatar Sturlusonar við hinn unga Gissur Þorvaldsson. Gissur var með unglingaveikina á háu stigi og setti upp mikla ygglibrún gagnvart ókunnugum. Þessa dagana má sjá alvörusvip á fjölda stjórnmálamanna enda er íslenska stjórnsýslan harmi slegin. Þingmenn og embættismenn keppast við að horfa alvarlegum augum inní sjónvarpsvélarnar, setja í brýnnar Lesa meira
Óttar Guðmundsson skrifar: Vælustjórnun
EyjanFastir pennarÉg tók fram hjólið mitt á dögunum til að sinna einhverri erindisleysu íklæddur reimuðum hlaupaskóm og hallærislegum krumpugalla. Á leiðinni vafðist önnur skóreimin utan um pedalann svo að fótur og pedali urðu eitt. Á áfangastað reyndi ég að stíga af baki en missti jafnvægið og skall aftur fyrir mig á mjöðm og öxl. Ég lá Lesa meira
Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn
EyjanFastir pennarÉg er alinn upp í einkunnasamfélagi þar sem börnum var raðað í bekki í samræmi við námsárangur. Að loknu fullnaðarprófi tók við gagnfræðaskóli sem lauk með sameiginlegu landsprófi. Þeir sem náðu tilskildu lágmarki fóru í framhaldsskóla. Menntaskólar voru einkunnamiðaðir þar sem menn sátu miskunnarlaust eftir ef þeir náðu ekki prófum. Fjögurra ára námi lauk með Lesa meira
Óttar Guðmundsson skrifar: Kaldalóns
EyjanFastir pennarÉg var í Snæfjallaströndinni við Ísafjarðardjúp í sumar og hreifst af fegurð svæðisins. Hugurinn leitaði til Sigvalda Stefánssonar læknis og tónskálds sem var fæddur í Grjótaþorpinu í Reykjavík í lok 19du aldar, lærði læknisfræði og fór til frekara náms til Kaupmannahafnar. Kom heim og gerðist læknir í Nauteyrarhreppi sem var eitt afskekktasta hérað landsins. Þá Lesa meira
Óttar Guðmundsson skrifar: Megas áttræður
EyjanFastir pennarEitt áhrifamesta skáld samtímans, Megas fagnar áttræðisafmæli sínu næstkomandi þriðjudag, 7. apríl. Ég kynntist verkum skáldsins fyrst í menntaskóla en síðan árið 1972 þegar fyrsta platan kom út. Hún vakti mikla athygli enda var slegið á nýjan streng. Textarnir voru fyndnir, frábærlega ortir og yrkisefnin nýstárleg. Megas orti ekki um ástir og drauma sveitapiltsins eins Lesa meira