fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024

Kvikmyndir

Helvíti í litlu herbergi

Helvíti í litlu herbergi

Fókus
05.04.2016

Það verður að segjast eins og er að maður hlakkaði ekki beint til að sjá Room, sögu um konu og barn sem er haldið innilokuðum af misindismanni og minnir óþægilega mikið á hryllinginn í kringum Fritzl í Austurríki. En áherslan hér er á hið mannlega frekar en hið ómannlega. Ofbeldismaðurinn er að mestu utan myndar Lesa meira

Keep Frozen heimsfrumsýnd í Sviss

Keep Frozen heimsfrumsýnd í Sviss

Fókus
01.04.2016

Heimildarmyndin Keep Frozen eftir Huldu Rós Guðnadóttur verður heimsfrumsýnd á hinni virtu Visions du Réel hátíð í Sviss þann 17. apríl næstkomandi en þar keppir myndin í svokölluðum Regard Neuf flokki. Visions du Réel er ein rótgrónasta og virtasta heimildamyndahátíð í Evrópu og munu þær Hulda Rós og Helga Rakel Rafnsdóttir framleiðandi myndarinnar verða viðstaddar Lesa meira

Ofurhetjuþreyta vs. undirhaka

Ofurhetjuþreyta vs. undirhaka

Fókus
31.03.2016

Eftirmálar 11. september eru alls staðar í Batman vs. Superman: Dawn of Justice: er Súpermann George W. Bush, sem kallar skelfileg hryðjuverk yfir heiminn vegna íhlutana í siðmenningu sem hann skilur illa? Er Batman Dick Cheney, sem trúir á pyntingar, eða er Lex Luthor Donald Rumsfeld, sem trúir á fyrirbyggjandi aðgerðir? Slíkar vangaveltur hverfa hins Lesa meira

Íslenska nóttin

Íslenska nóttin

Fókus
25.03.2016

Það er margt næstum því sjarmerandi gamaldags við myndina. Næstum því. Hún er þokkafull flugfreyja. Hann rekur vídeóleigu, eða því sem næst. Fólk reykir enn. Og konur eru annaðhvort daðurdrósir eða afskiptar eiginkonur. Líklega hefði verið betra að gera períóðu um Reykjavík „in ðe eitís.“ En því láni eigum við ekki að fagna. Það er Lesa meira

Að drepa Hitler

Að drepa Hitler

Fókus
18.03.2016

Þýskir kvikmyndadagar eiga sér kannski ekki jafn langa hefð hérlendis og þeir frönsku, en eru nú haldnir í sjötta sinn í Bíó Paradís og eru að verða fastur liður í menningardagatali borgarbúa. Heilar þrjár myndir fjalla um nasismann í einhverri mynd, nýnasista eða þá gömlu, og ein af þeim er einmitt opnunarmyndin Elser. Leikstjórinn Oliver Lesa meira

Andvana fæddur

Andvana fæddur

Fókus
17.03.2016

Deadpool er barn síns tíma. Á 10. áratugnum komust í tísku ofurhetjur sem drápu menn í hrönnum og voru gjarnan vopnaðar sverðum og byssum auk ofurkrafta, Wolverine gekk í endurnýjun lífdaga og síðan kom Lobo og fleiri. Vissulega höfðum við alltaf viljað sjá ofbeldisfyllri ofurhetjur en Superman, en þegar þær sjálfar eru ódrepandi verður það Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af