Dregur í land með hluta móðgana sinna
FréttirDonald Trump Bandaríkjaforseti hefur vakið mikla reiði og særindi í ýmsum NATO-ríkjum með ummælum í garð framlags hermanna frá þessum ríkjum til hinna áralöngu hernaðaraðgerða í Afganistan. Hefur hann meðal annars sagt að hermenn frá öðrum ríkjum en Bandaríkjunum hafi haldið sig til hlés í átökum og passað sig að fara ekki of nærri víglínunni. Lesa meira
Trump birtir nýja en stórskrýtna Grænlandsmynd – „Hver er þá tilgangurinn hérna?“
FréttirÍ aðdraganda hótana Donald Trump Bandaríkjaforseta um að taka Grænland með hervaldi var hann duglegur að birta á samfélagsmiðlum myndir sem sýna áttu vilja hans til að landið yrði hluti af Bandaríkjunum. Hann hefur ekki birt slíkar myndir síðan að hann sagðist ekki ætla að beita bandaríska hernum til að ná yfirráðum yfir Grænlandi og Lesa meira
Össur segir Trump fara haltrandi heim frá Davos – „Grænland tók hann á óvæntu ippon“
FréttirÖssur Skarphéðinsson, fyrrverandi þingmaður og utanríkisráðherra, segir að Grænland, Kanada og Evrópusambandið hafi verið sigurvegarar í störukeppninni við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Eins og greint var frá í gær er Trump hættur við að leggja refsitolla á Evrópu vegna Grænlands og þá tilkynnti hann að drög að framtíðarsamkomulagi varðandi Grænland hefði náðst á fundi hans og Lesa meira
Dregur áætlanir um refsitolla til baka
FréttirDonald Trump Bandaríkjaforseti segist hættur við að leggja refsitolla á Evrópu vegna Grænlands. Tilkynnir Trump þetta í færslu á samfélagsmiðli sínum Truthsocial. Trump tilkynnti áður um að Bandaríkin myndu leggja tíu prósent auk toll á allan innflutning frá átta Evrópuríkjum. Það hefði svo hækkað um fimmtán prósentustig til viðbótar hefðu Bandaríkin ekki innlimað Grænland fyrir Lesa meira
Svarthöfði skrifar: Gamlir fóstbræður bregðast ei vondum málstað – átta sig ekki á því að þeirra heimur er horfinn
EyjanFastir pennarSvarthöfða fannst það skemmtileg tilbreyting að fá fyrrverandi forseta lýðveldisins, Ólaf Ragnar Grímsson í Silfrið á mánudag að tjá sig um heimsmál og stöðu Íslands. Ansans ári hvað hann lítur vel út, það er eins og maðurinn eldist hreint ekki. Hárið reyndar orðið hvítt en að öðru leyti var ekki að sjá að á skjánum Lesa meira
Fyrrum hershöfðingi hjá NATO segir Evrópu að búa sig undir stríð við Bandaríkin
FréttirSir Richard Shirreff, fyrrverandi hershöfðingi hjá NATO, varar við því að Evrópa verði að búa sig fyrir verstu mögulega sviðsmynd í samskiptum sínum við Bandaríkin undir stjórn Donalds Trump forseta. Í harðorði grein sem birtist á vef Daily Mail heldur Shirreff því fram að Bandaríkin séu ekki lengur traustur bandamaður Evrópu, heldur ríki sem beiti Lesa meira
Flokksbróðir Trump: Ráðist hann inn í Grænland er forsetatíð hans lokið
EyjanDonald Trump forseti Bandaríkjanna hefur ekkert gefið eftir þegar kemur að yfirlýstum áhuga hans á yfirtaka Grænland með góðu eða illu. Þingmaður Repbúblikana, flokks forsetans, fullyrðir að fyrirskipi Trump innrás í Grænland muni þingið grípa inn í og ákæra forsetann til embættismissis. Telur þingmaðurinn góðar líkur á því að endirinn yrði sá að forsetinn yrði Lesa meira
Hótanir Trumps gegn Íran virðast hafa borið árangur
FréttirYfirvöld í Íran hafa staðfest að mótmælandinn Erfan Soltani, sem handtekinn var í síðustu viku og dæmdur til dauða örfáum dögum síðar, verði ekki tekinn af lífi. Þetta gerist í kjölfar þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði hernaðaraðgerðum gegn landinu ef stjórnvöld myndu hefja aftökur á mótmælendum. Daily Mail greinir frá því að dómsmálaráðuneyti landsins Lesa meira
Segir að hætt hafi verið við aftökur í Íran og hernað Bandaríkjanna koma enn til greina
FréttirDonald Trump forseti Bandaríkjanna fullyrðir að írönsk stjórnvöld hafi hætt við aftökur á mótmælendum þar í landi og útilokar ekki að Bandaríkin muni beita hernaðaraðgerðum í Íran vegna aðgerða þar í landi gegn mótmælendum. Trump tjáði sig um málefni Írans við blaðamenn nú fyrir stuttu auk þess að lýsa enn yfir efasemdum um getu Dana Lesa meira
Allt á suðupunkti í Íran og Trump hótar mjög hörðum aðgerðum
FréttirDonald Trump Bandaríkjaforseti hefur heitið „mjög hörðum aðgerðum“ ef yfirvöld í Íran hefja aftökur á mótmælendum sem handteknir hafa verið undanfarna daga. „Ef þeir byrja að hengja fólk þá munið þið sjá ýmislegt gerast,“ sagði Trump í gærkvöldi. Ummælin féllu í kjölfar frétta af yfirvofandi aftöku á hinum 26 ára Erfan Soltani sem handtekinn var Lesa meira
