fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

bóluefni

Smita sjálfboðaliða viljandi af kórónuveirunni

Smita sjálfboðaliða viljandi af kórónuveirunni

Pressan
24.09.2020

Breskir sjálfboðaliðar verða vísvitandi sýktir af kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, í tengslum við rannsókn á hvort aukaverkanir fylgi bóluefni gegn henni. Þátttakendurnir verða fyrst sprautaðir með bóluefni og um mánuði síðar verða þeir sýktir af Sars-Cov-2 veirunni sem er kórónuveiran sem herjar á heimsbyggðina þessi misserin. Sky skýrir frá þessu. Tilraunin hefst í janúar en það eru bresk Lesa meira

Trump telur að bóluefni gegn kórónuveirunni verði tilbúið eftir 3-4 vikur

Trump telur að bóluefni gegn kórónuveirunni verði tilbúið eftir 3-4 vikur

Pressan
16.09.2020

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði í samtali við ABC News í gærkvöldi að hann telji að bandarískt bóluefni gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, verði líklega tilbúið eftir 3 til 4 vikur. Þetta stangast á við mat flestra sérfræðinga á þessu sviði sem og embættismanna Trump. Trump kom fram á ABC News í gær og svaraði þar spurningum frá kjósendum. Meðal þess sem spurt var um er Lesa meira

Nokkrar algengar samsæriskenningar um kórónuveiruna

Nokkrar algengar samsæriskenningar um kórónuveiruna

Pressan
15.09.2020

Þegar erfiðleikar steðja að hefst sannkallað góðæri hvað varðar samsæriskenningar. Með tilkomu samfélagsmiðla varð dreifing slíkra kenninga mun auðveldari en áður og frá upphafi heimsfaraldurs kórónuveirunnar hafa margar samsæriskenningar verið á lofti í tengslum við faraldurinn og uppruna veirunnar. Nokkrar af algengustu og kannski vinsælustu kenningunum eru: Kórónuveiran er lífefnavopn. Í upphafi faraldursins var það Lesa meira

Verkefni aldarinnar – Þurfa 8.000 fraktvélar til að ferja bóluefni gegn COVID-19

Verkefni aldarinnar – Þurfa 8.000 fraktvélar til að ferja bóluefni gegn COVID-19

Pressan
13.09.2020

Alþjóðasamtök flugfélaga, IATA, segja að fram undan sé risastórt verkefni við að koma bóluefni gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, til allra jarðarbúa. Segja samtökin að til að koma einum skammti til allra 7,8 milljarða jarðarbúa þurfi að nota 8.000 Boeing 747 fraktflutningavélar og að það þurfi að byrja að skipuleggja þetta núna. Lyfjafyrirtæki um allan heim keppast nú við að þróa Lesa meira

Stöðva tilraunir með lofandi bóluefni gegn COVID-19

Stöðva tilraunir með lofandi bóluefni gegn COVID-19

Pressan
09.09.2020

Miklar vonir hafa verið bundnar við bóluefni gegn kórónuveirunni sem lyfjafyrirtækið AstraZeneca er að þróa í samstarfi við vísindamenn í Oxford. Bóluefnið hefur verið nefnt „Oxfordbóluefnið“ því nokkrir færustu sérfræðingar heims í gerð bóluefnis hafa unnið að þróun þess. En nú er komið bakslag í þessa vinnu því tilraunir með bóluefnið hafa verið stöðvaðar eftir að einn þátttakandi Lesa meira

Vísindamenn hafa efasemdir um bóluefni Rússa og Kínverja

Vísindamenn hafa efasemdir um bóluefni Rússa og Kínverja

Pressan
06.09.2020

Þegar rússnesk yfirvöld tilkynntu nýlega að bóluefni, þróað þar í landi, væri komið í framleiðslu höfðu margir efasemdir um virkni bóluefnisins. Nú setja margir vísindamenn einnig spurningarmerki við kínverskt bóluefni. Ástæðan fyrir efasemdum vísindamannanna er að bæði bóluefnin eru byggð á frekar einfaldri kvefveiru. Bóluefnið, sem kínverska fyrirtækið CanSinos, hefur þróað er byggt á breyttri útgáfu af adenoveiru gerð 5, Ad5, Lesa meira

Bandaríkin taka ekki þátt í alþjóðlegu samstarfi um bóluefni gegn kórónuveirunni

Bandaríkin taka ekki þátt í alþjóðlegu samstarfi um bóluefni gegn kórónuveirunni

Pressan
03.09.2020

Bandaríkin ætla ekki að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi rúmlega 170 ríkja varðandi bóluefni gegn kórónuveirunni. Ríkin ætla að deila bóluefninu til að tryggja að sem flestir jarðarbúar fái aðgang að því. Judd Deere, talsmaður Hvíta hússins, sagði í yfirlýsingu að Bandaríkin vilji ekki láta spillt Kína og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina WHO stjórna sínum málum. Þess í stað muni Bandaríkin Lesa meira

Bóluefnasérfræðingarnir í Oxford segja að búast megi við fleiri heimsfaröldrum

Bóluefnasérfræðingarnir í Oxford segja að búast megi við fleiri heimsfaröldrum

Pressan
03.09.2020

Sarah Gilbert, prófessor við Oxford háskóla, stýrir vinnu vísindamanna við háskólann við þróun bóluefnis gegn kórónuveirunni sem nú herjar á heimsbyggðina. Miklar vonir eru bundnar við bóluefnið og að það verði tilbúið til notkunnar innan ekki svo langs tíma. Gilbert segir að hegðun og framferði okkar mannanna í tengslum við náttúruna auki hættuna á að veirur fari á flug um Lesa meira

Fauci varar við frumhlaupi í leyfisveitingum bóluefnis gegn kórónuveirunni

Fauci varar við frumhlaupi í leyfisveitingum bóluefnis gegn kórónuveirunni

Pressan
26.08.2020

Anthony Fauci, einn helsti smitsjúkdómasérfræðingur Bandaríkjanna, varar við frumhlaupi í leyfisveitingum bóluefnis gegn kórónuveirunni. Á mánudaginn sagði hann að ef leyft yrði að hefja notkun bóluefnis af neyðarástæðum þá gæti það skemmt fyrir tilraunum við þróun annarra bóluefna. Hann lét þessi ummæli falla eftir að embættismenn í Hvíta húsinu viðruðu hugsanlega möguleika á gefa út neyðarheimild Lesa meira

Þjóðverjar munu hugsanlega hefja bólusetningar gegn kórónuveirunni í janúar 2021

Þjóðverjar munu hugsanlega hefja bólusetningar gegn kórónuveirunni í janúar 2021

Pressan
20.08.2020

Klaus Cichutek, yfirmaður þýska lyfjaeftirlitsins, segir að hugsanlega verði byrjað að bólusetja ákveðna þjóðfélagshópa í byrjun næsta ár. Nokkrir lyfjaframleiðendur eru nú að gera prófanir á fólki með hugsanlega bóluefni gegn kórónuveirunni og taka tugir þúsunda manna þátt í þessum tilraunum. Margir sérfræðingar telja að einhver bóluefni verði tilbúin til notkunar í árslok. Cichutek sagði að gögn Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af