fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Pressan

Nokkrar algengar samsæriskenningar um kórónuveiruna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. september 2020 05:43

Þau voru ginkeypt fyrir samsæriskenningum og sömdu sínar eigin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar erfiðleikar steðja að hefst sannkallað góðæri hvað varðar samsæriskenningar. Með tilkomu samfélagsmiðla varð dreifing slíkra kenninga mun auðveldari en áður og frá upphafi heimsfaraldurs kórónuveirunnar hafa margar samsæriskenningar verið á lofti í tengslum við faraldurinn og uppruna veirunnar.

Nokkrar af algengustu og kannski vinsælustu kenningunum eru:

Kórónuveiran er lífefnavopn. Í upphafi faraldursins var það mjög útbreidd kenning að veiran hefði verið búin til í rannsóknarstofunni Wuhan Institut for Virologi í Wuhan í Kína en fyrstu tilfelli veirunnar komu fram í borginni. Í rannsóknarstofunni er unnið að rannsóknum á sjúkdómum úr dýrum, til dæmis leðurblökum. Á undanförnum árum hefur bandaríska sendiráðið í Peking nokkrum sinnum viðrað áhyggjur sínar af öryggismálum rannsóknarstofunnar. Bæði Washington Post og BBC hafa skýrt frá því.

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur kynt undir þessari kenningu með því að segja að „undarlegir hlutir“ hafi átt sér stað í tengslum við faraldurinn.

Tilgangurinn með veirunni, á samkvæmt samsæriskenningum, að vera að hún verði notuð sem lífefnavopn. Útgáfur kenningarinnar eru margvíslegar og eru það yfirleitt Bandaríkjamenn eða Kínverjar sem stóðu á bak við þróun hennar.

Kórónuveiran er skálkaskjól fyrir eftirlit. Önnur vinsæl kenning gerir út á óttann við bóluefni gegn veirunni. Þeir sem aðhyllast þessa kenningu telja að kórónuveiran sé uppspuni til að hrinda í framkvæmd bólusetningum á fólki og að í bóluefninu verði örflögur sem geri að verkum að hægt verður að fylgjast með öllu sem fólk gerir. Í mörgum útgáfum er Bill Gates, stofnandi Microsoft, vondi karlinn og er hann sagður vilja koma fyrrnefndum örflögum í fólk. BBC skýrði frá því að samkvæmt könnun, sem var gerð í Bandaríkjunum, telji 28% Bandaríkjamanna að bólusetningar vegna kórónuveirunnar séu hugsanlega skálkaskjól fyrir fyrirætlanir Gates um að koma örflögum fyrir í allri þjóðinni.

Er þetta yfirvarp til að auka eftirlit með okkur? Mynd úr safni.

Kórónuveirunni er dreift af fólki sem er tilbúið með bóluefni. Önnur vinsæl kenning varðandi bólusetningar vegna veirunnar er að lyfjafyrirtæki hafi þróað veiruna til að græða peninga á bólusetningum með bóluefni sem er nú þegar tilbúið til notkunar. Stuðningsmenn kenningarinnar hafa haldið á lofti einkaleyfi, sem breska The Pirbright Institute fékk 2018, en í því kemur orðið kórónuveira fyrir. Þetta segja þeir að sanni að bóluefni sé nú þegar tilbúið til notkunar og að lyfjafyrirtæki standi á bak við heimsfaraldurinn.

Er bóluefnið tilbúið eins og samsæriskenningar segja?

Kórónuveiran tengist 5G. Árið 2003 var 3G farsímakerfið tekið í notkun en það sama ár braust SARS-faraldurinn út. Árið 2009 var 4G tekið í notkun og þá braust svínainflúensan út. 2020 er það ár sem 5G er tekið í notkun og þá er það kórónuveiran. Í hugum margra samsæriskenningasmiða getur þetta aðeins þýtt að kórónuveiran sé afleiðing geislunar frá 5G farsímakerfinu. Kenningin gengur meðal annars út á að geislar frá 5G veiki ónæmiskerfi fólks og því smitist það frekar. Önnur útgáfa kenningarinnar gengur út á að sjúkdómurinn smitist ekki endilega manna á milli heldur með 5G-farsímakerfinu.

Það er engin kórónuveira. Þeir sem aðhyllast þessa kenningu telja að kórónuveiran sé ekki til eða að hún sé ekki eins hættuleg og yfirvöld segja. Til að styðja þessa kenningu hafa margar myndir verið birtar af tómum sjúkrahúsum. Hugsunin á bak við þetta allt saman er að mati samsæriskenningasmiða að stjórnvöld hafi skipulagt þetta allt til að notfæra sér stöðuna til að auka eftirlit með fólki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys á Miklubraut
Pressan
Fyrir 3 dögum

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Risarnir snúa baki við Apple

Risarnir snúa baki við Apple
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 5 dögum

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hefndi Trump sín rækilega á Musk með því að leka upplýsingum í fjölmiðla?

Hefndi Trump sín rækilega á Musk með því að leka upplýsingum í fjölmiðla?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum