fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Stöðva tilraunir með lofandi bóluefni gegn COVID-19

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. september 2020 05:14

Frá starfsstöð AstraZeneca í Ástralíu. Mynd: EPA-EFE/DAN HIMBRECHTS AUSTRALIA AND NEW ZEALAND

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklar vonir hafa verið bundnar við bóluefni gegn kórónuveirunni sem lyfjafyrirtækið AstraZeneca er að þróa í samstarfi við vísindamenn í Oxford. Bóluefnið hefur verið nefnt „Oxfordbóluefnið“ því nokkrir færustu sérfræðingar heims í gerð bóluefnis hafa unnið að þróun þess. En nú er komið bakslag í þessa vinnu því tilraunir með bóluefnið hafa verið stöðvaðar eftir að einn þátttakandi fékk aukaverkanir eða „óútskýrðan sjúkdóm“ eins og talsmaður AstraZeneca orðaði það.

„Reglubundin yfirferð á gögnum varð til þess að tilraunin var stöðvuð til að tryggja öryggið,“

sagði talsmaðurinn. Engar upplýsingar voru gefnar um hvernig aukaverkanir er um að ræða. Statnews.com hefur eftir heimildarmanni að reiknað sé með að viðkomandi jafni sig af aukaverkununum.

Bóluefnið frá AstraZeneca er eitt þeirra sem eru komin á þriðja stig tilrauna en um leið fyrsta bóluefnið sem hlé þarf að gera á tilraunum með. Þriðja stigið hófst í ágúst og fer fram í Bandaríkjunum, Bretland, Brasilíu og Suður-Afríku.

Tilkynningin um aukaverkanirnar kom daginn eftir að Astra Zeneca gerði samning við áströlsk stjórnvöld um kaup þeirra síðarnefndu á milljónum skammta af bóluefninu ef það reynist vel heppnað. Samkvæmt samningnum eiga Ástralar að fá 3,8 milljónir skammta í janúar á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt