fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Bandaríkin taka ekki þátt í alþjóðlegu samstarfi um bóluefni gegn kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. september 2020 07:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkin ætla ekki að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi rúmlega 170 ríkja varðandi bóluefni gegn kórónuveirunni. Ríkin ætla að deila bóluefninu til að tryggja að sem flestir jarðarbúar fái aðgang að því.

Judd Deere, talsmaður Hvíta hússins, sagði í yfirlýsingu að Bandaríkin vilji ekki láta spillt Kína og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina WHO stjórna sínum málum. Þess í stað muni Bandaríkin einbeita sér að samstarfi við bandamenn sína á alþjóðavettvangi til að hemja útbreiðslu kórónuveirunnar.

WHO hefur í samstarfi við GAVI-sjóðinn, sem Bill og Melinda Gates standa á bak við, komið á samstarfi um þróun bóluefnis sem flestir jarðarbúar eiga að geta fengið aðgang að. Samstarfið gengur undir nafninu „COVID-19 Vaccines Global Access“ (Covax).

Washington Post segist hafa heimildir fyrir að margir í ríkisstjórn Donald Trump hafi viljað taka þátt í samstarfinu. Í því taka þátt ríki sem eru bandamenn Bandaríkjanna, þar á meðal ESB og Japan, en Hvíta húsið hefur tekið þá afstöðu að það vilji ekki neitt samstarf við WHO. Trump hefur sagt að stofnunin sé nánast í vasa Kínverja í baráttunni gegn kórónuveirunni.

En Bandaríkin taka ákveðna áhættu með að taka ekki þátt í Covax því þau munu þá ekki hafa aðgang að því rannsóknarstarfi sem er unnið á alþjóðavísu undir merkjum Covax.

Washington Post hefur eftir Lawrence Gostin, prófessor í alþjóðaheilbrigðismálum við Georgetown háskólann í Washington, að Bandaríkin taki mikla áhættu með þessu og verði nú að treysta á eigin tvíhliða samninga um bóluefni.

Blaðið hefur eftir heimildarmönnum í stjórnkerfinu að stjórnvöld telji að nægilega mörg bóluefni séu í þróun í Bandaríkjunum til að landið geti fullnægt eigin þörf fyrir bóluefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig