fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Sport

Ísland hefur leik í kvöld: Allt annað en öruggur sigur yrði stórslys og óhætt að setja markið hátt á mótinu – „Leiðin er vel fær“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 16. janúar 2025 14:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið hefur leik á HM í handbolta í kvöld þegar liðið mætir Grænhöfðaeyjum í Zagreb. Það var hitað veglega upp fyrir þennan leik sem og komandi mót Strákanna okkar í Íþróttavikunni hér á DV. Þar mætti Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamaður RÚV, sem gestur.

Auk Grænhöfðaeyja eru Kúba og Slóvenía með Íslandi í riðli. Það á að vera algjört formsatriði að vinna fyrstnefndu liðin. „Þetta eru í mesta lagi fyrstu 12 mínúturnar sem þetta er einhver leikur. Svo er þetta farið,“ sagði Þorkell um leik kvöldsins og viðureignina gegn Kúbu á laugardag.

video
play-sharp-fill

Á mánudag leikur íslenska liðið svo við Slóvena og þar er mikið undir. Að öllum líkindum eru bæði lið að fara inn í milliriðla og það getur skipt sköpum að taka með sér sem flest stig þangað.

„Það er ekki allt undir þar. Við förum í milliriðil því það eru þrjú lið sem fara áfram upp úr þessum riðli. Þar mætum við Króatíu, Egyptalandi og svo Argentínu eða Barein. Við eigum að vinna Argentínu og Barein. Króatía og Egyptaland eru góð lið þó mér hafi fundist Króatar lélegir á síðasta ári. En þeir eru á heimavelli og geta farið langt á því. Egyptar eru Afríkumeistarar og eru í raun bara langbesta liðið utan Evrópu í dag. Ef við töpum fyrir Slóveníu þurfum við að vinna bæði þessi lið til að fara í 8-liða úrslit,“ útskýrði Þorkell.

Snorri Steinn er þjálfari Íslands. Getty Images

Töluverð umræða hefur verið undanfarna daga um að leikmenn Íslands í dag skorti ákveðinn karakter og „íslenska geðveiki“ sem áður var áberandi. Þorkell getur að einhverju leyti tekið undir þetta en segir þó tímana breytta.

„Leikmenn eru tæknilega betri. Þeir eru ekki að fara þetta jafn mikið á hörkunni og kraftinum og áður. En auðvitað væri langbest að geta farið einhvern milliveg og fengið skapið í þessum gaurum inn í liðið. Manni finnst það stundum vanta.“

Einnig var rætt um vonir og væntingar til íslenska liðsins á mótinu. Þjóðin lætur sig dreyma um verðlaunapall en hvernig sér Þorkell þetta fyrir sér.

„Verðlaunapallur er toppurinn. Svo eru 8-liða úrslit viðunandi. Að komast ekki í 8-liða úrslit yrðu vonbrigði. Við dettum aldrei úr leik í riðlakeppninni svo bara það að komast ekki upp úr milliriðlinum yrðu vonbrigði miðað við hvernig leiðin er, hún er vel fær,“ sagði hann.

Upphitunarþáttinn fyrir HM í handbolta má sjá í spilaranum, eða hlusta á helstu hlaðvarpsveitum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift
Hide picture