fbpx
Laugardagur 18.október 2025
433Sport

Karólína ræðir hlutina opinskátt – „Komu augnablik sem ég þurfti að láta hann vita að ég þurfi ekki gagnrýni frá honum“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 26. júní 2024 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er rosalega heppin með fjölskyldu, við vorum að koma frá Spáni og vorum í einkavillu á Las Colinas. Ég á bestu fjölskylduna, þau styðja mig í öllu,“ segir landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir leikmaður FC Bayern í Chess after dark.

Karólína hefur síðustu ár verið ein fremsta knattspyrnukona landsins en hún er í eigu Bayern en hún er á láni hjá Bayer Leverkusen.

Karólína var aðeins 19 ára þegar hún flutti að heiman og samdi við þýska risann. „Það var ógeðslega erfitt, maður er vanur Hótel Mömmu og pabba. Ég flutti inn með annari stelpu, ég mæli reyndar ekki með því. Það var ekki fyrir mig að vera með einhverjum öðrum, hún var þýsk.“

„Mamma kom til mín í heilan mánuð, tók launalaust leyfi og var hjá mér í Munchen.“

Faðir Karólínu lagði sig fram við að kenna henni fótbolta en Vilhjálmur Kári Haraldsson faðir hennar hefur verið farsæll yngri flokka þjálfari í mörg ár.

„Pabbi fékk mig í fótboltann, hann tók mig á æfingar og hraunaði yfir mig ef maður var ekki að standa sig. Mamma er ástæðan fyrir því að ég brotnaði ekki niður, hún er mjög mjúk. Svo eru systkini mín að styðja mann líka. Ég á allt þeim að þakka.“

„Hann er mikill keppnismaður, hann gaf mér tíma í þetta og sagði mér til. Það komu augnablik sem ég þurfti að láta hann vita að ég þurfi ekki gagnrýni frá honum, hann var að gagnrýna mann fyrst. Þegar maður var komin út þá fær maður nóg af gagnrýni, hann er í stuðningshlutverkinu núna. Ég spilaði eitt ár hjá honum í FH, ég spilaði undir honum í 3 flokki. Það var ekkert óþægilegt, hann kom bara fram við mig eins og alla aðra leikmenn. Hann er kominn yfir í Val núna, öll fjölskyldan er mætt í Val.“

Karólína ræddi einnig um frænda sinn Gylfa Þór Sigurðsson sem er bróðir mömmu hennar. „Ég ólst upp með hann í sviðsljósinu, að mínu mati mjög sérstakur leikmaður. Markmiðið var að verða eins og hann, hann er frábær fyrirmynd og er það enn í dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin
433Sport
Í gær

Segir frá fjandsamlegum móttökum þegar hann ætlaði að ræða við Ten Hag – Skellti hurðinni á hann

Segir frá fjandsamlegum móttökum þegar hann ætlaði að ræða við Ten Hag – Skellti hurðinni á hann
433Sport
Í gær

Rekstur ársins í Laugardalnum á áætlun – Ræddu útfærslur til að mæta auknum dómarakostnaði

Rekstur ársins í Laugardalnum á áætlun – Ræddu útfærslur til að mæta auknum dómarakostnaði
433Sport
Í gær

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Í gær

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“