fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Rann­sókn lokið á máli Gylfa: Á­kæru­valdið skoðar gögnin en segir hann sakaðan um í­trekuð brot

433
Sunnudaginn 5. febrúar 2023 09:05

Gylfi Þór Sigurðsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rann­sókn lög­reglunnar í Grea­ter Manchester á máli ís­lenska knatt­spyrnu­mannsins Gylfa Þórs Sigurðs­sonar er lokið og er málið nú komið á borð Sak­sóknara­em­bættis bresku krúnunnar. Þetta stað­festir em­bættið í svari til Frétta­blaðsins.

Gylfi Þór var hand­tekinn í júlí árið 2021, grunaður um kyn­ferðis­brot gegn ó­lög­ráða ein­stak­lingi, stuttu eftir hand­töku var hann látinn laus gegn tryggingu, hefur fyrir­komu­lagið verið slíkt síðan þá og lausn Gylfa gegn tryggingu í nokkur skipti verið endur­nýjuð.

Í svari við fyrir­spurn Frétta­blaðsins segist tals­maður Sak­sóknara­em­bættis bresku krúnunnar ekki geta svarað því hversu margir hafi verið yfir­heyrðir í tengslum við málið.

,,Við fengum í hendurnar gögn frá lög­reglunni á Grea­ter Manchester svæðinu þann 31. janúar síðast­liðinn í kjöl­far rann­sóknar hennar á á­sökunum um ítrekuð kyn­ferðis­brot. Við erum þessa stundina að leggja mat á gögnin í sam­ræmi við okkar ferli,“ segir í svari talsmanns Sak­sóknara­em­bættis bresku krúnunnar við fyrir­spurn Frétta­blaðsins.

Enn fremur segir í svari em­bættisins að ekki sé hægt að segja með vissu hve­nær hægt verður að búast við á­kvörðun um næstu skref í málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga