fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Sjö ára drengur í sárum eftir árás frá fullorðnu fólki sem var ósátt með fataval hans – „Svín, hundur og tíkarsonur“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 1. nóvember 2023 08:58

Drengurinn ungi með trefilinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjö ára stuðningsmaður Real Madrid á frekar erfitt þessa dagana eftir að hópur af fullorðnum karlmönnum réðst að honum með orðum vegna trefils sem hann bar um helgina.

Drengurinn ungi heldur með Real Madrid en hann fór ásamt pabba sínum til Katalóníu og sá sína menn vinna Barcelona.

Hann setti á sig trefil enda var hann að fara að sjá stórleik og vildi svo sannarlega styðja sína menn.

Það var hins vegar við völlinn þar sem hann og pabbi hans fengu það óþvegið.

„Þeir fóru í það að niðurlægja sjö ára drenginn minn fyrir trefil sem hann var með“ segir faðirinn í samtali við spænska miðla.

„Þeir kölluðu hann hund, svín og tíkarson. Þeir fóru svo í það að kasta í hann blysum.“

Spænska deildin og yfirvöld í Katalóníu eru að skoða málið og hvort hægt sé að finna mennina sem hegðuðu sér svona í garð drengsins unga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Einn besti leikmaður Tottenham ekki getað æft og er tæpur fyrir úrslitaleikinn

Einn besti leikmaður Tottenham ekki getað æft og er tæpur fyrir úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Byrjað að selja miða á landsleikina í næsta mánuði

Byrjað að selja miða á landsleikina í næsta mánuði
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Ronaldo hefur þénað í Sádí-Arabíu

Þetta er upphæðin sem Ronaldo hefur þénað í Sádí-Arabíu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sheik Jassim gæti komið að borðinu og reynt að kaupa United aftur

Sheik Jassim gæti komið að borðinu og reynt að kaupa United aftur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Wirtz og foreldrar hans flugu til Manchester í gær og funduðu með Guardiola

Wirtz og foreldrar hans flugu til Manchester í gær og funduðu með Guardiola
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Barnaperri dæmdur í fangelsi fyrir að nauðga karlmanni

Barnaperri dæmdur í fangelsi fyrir að nauðga karlmanni