fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Sport

Eygló Fanndal með sögulegan árangur á Kúbu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 15. júní 2023 14:08

Eygló Fanndal Sturludóttir Ljósmynd/LSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eygló Fanndal Sturludóttir átti sögulega frammistöðu á IWF Grand Prix 1-mótinu, sem haldið var í Havana, höfuðborg Kúbu í gær. Eygló gerði sér lítið fyrir og snaraði 100 kg fyrst allra íslenskra kvenna á móti. Þá náði hún 120 kg í jafnhendingu og því samanlögðum 220 kg sem einnig er Íslandsmet í samanlögðu.

Þessi árangur gerir hana einnig stigahæstu lyftingakonu Íslands frá upphafi.

Alls voru 26 keppendur í -71 kg flokki á mótinu, 14 á A riðli og 12 í B riðli.
Eygló keppti í B riðli. Þar átti hún bestan árangur keppenda í snörun  og anna bestan árangur í jafnhendingu 120 kg á eftir Marcial Matias sem lyfti 124 kg.

Eins og áður segir gekk Eygló virkilega vel í snörunar hlutanum. Hún opnaði með 94 kg, tók næst 97 kg og toppaði þetta með 100 kg Íslandsmeti í þriðju lyftu. Þessi árangur Eygló þýddi að hún endaði í sjöunda sæti mótsins, hún landaði sjötta sæti í snörun og níunda sæti í jafnhendingu.

Úrslit mótsins í heild má finna hér og frekari umfjöllun á vef Lyftingasambands Íslands

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta hefur ofurtölvan að segja um möguleika Arsenal eftir höggið í gær

Þetta hefur ofurtölvan að segja um möguleika Arsenal eftir höggið í gær
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segir frá því hver er sá frægasti til að senda henni skilaboð og hvað hann vildi

Segir frá því hver er sá frægasti til að senda henni skilaboð og hvað hann vildi
433Sport
Í gær

Erik ten Hag gæti landað mjög stóru starfi í sumar

Erik ten Hag gæti landað mjög stóru starfi í sumar
433Sport
Í gær

Amorim fékk tvö frábær tíðindi á æfingu í dag

Amorim fékk tvö frábær tíðindi á æfingu í dag