fbpx
Laugardagur 25.október 2025
433Sport

Fyrrum leik­maður Liver­pool skýtur á Manchester City í færslu sem vakið hefur mikla at­hygli – „Er ég Eng­lands­meistari?“

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 6. febrúar 2023 20:30

Lucas Leiva með Jurgen Klopp á sínum tíma /GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lucas Leiva, fyrrum miðju­maður enska úr­vals­deildar­fé­lagsins Liver­pool, er að slá í gegn þessa stundina með færslu sem hann setti inn á sam­fé­lags­miðilinn Twitter í ljósi stærstu frétta dagsins er varðar á­kæru ensku úr­vals­deildarinnar á hendur Manchester City og meintum brotum fé­lagsins á reglum um fjár­mál fé­laga deildarinnar.

Rann­sókn hefur staðið yfir í málinu í fjögur ár en á­kærurnar voru birtar í dag og eru þær í 100 liðum. Í yfir­lýsingu frá ensku úr­vals­deildinni segir að meint brot hafi átt sér stað frá 2009 til ársins 2018.

„Fé­lagið er grunað um að hafa ekki skilað af sér réttum upp­lýsingum þegar kemur að tekjum, tengdum aðilum og kostnaði,“ segir í yfir­lýsingu deildarinnar.

Meint brot Manchester City snúa þá meðal annars að tíma­bilinu 2013-2014. Tíma­bilið sem hefur oft verið kennt við at­vikið þar sem Ste­ven Gerrard, fyrir­liða Liver­pool skrikar fótur í topp­bar­áttu­leik gegn Chelsea, leik þar sem úr­slitin settu stórt strik í reikninginn fyrir mögu­leika Liver­pool á Eng­lands­meistara­titlinum.

Liver­pool tapaði stigum í um­ræddum leik og Manchester City nýtti sér það, tyllti sér á toppinn og varð að lokum Eng­lands­meistari. Tveimur stigum munaði á City og Liver­pool sem endaði í 2. sæti.

Fjöl­margir hafa kallað eftir því að titlar Manchester City á þessum árum verði teknir af þeim verði fé­lagið dæmt og spyr Lucas Leiva sig því að því hvort hann sé Eng­lands­meistari og hnýtir um leið í Manchester City.

„Er ég Eng­lands­meistari?“ segir hann í stuttri en hnit­miðaðri færslu á sam­fé­lags­miðlinum Twitter í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Enginn óvissa lengur á Akranesi – Lárus Orri gerir nýjan samning

Enginn óvissa lengur á Akranesi – Lárus Orri gerir nýjan samning
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arsenal tryggir að eitt mesta efni Englands verði áfram – Fjöldi stórliða buðu honum stórar fjárhæðir

Arsenal tryggir að eitt mesta efni Englands verði áfram – Fjöldi stórliða buðu honum stórar fjárhæðir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Van Dijk boðaði alla leikmenn Liverpool á fund á mánudag – Ræddi alvarlega stöðu og samstöðuna sem þarf

Van Dijk boðaði alla leikmenn Liverpool á fund á mánudag – Ræddi alvarlega stöðu og samstöðuna sem þarf