fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Sport

Víkingur vildi ekki endursemja við Guðjón Þórðarson

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 26. september 2022 13:32

Mynd/Víkingur Ólafsvík

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn knattspyrnudeildar Víkings Ólafsvíkur hefur ákveðið að endurnýja ekki samning við Guðjón Þórðarson um áframhaldandi samstarf. Guðjón mun því ekki halda áfram sem þjálfari liðsins.

Frá þessu er greint á vef félagsins. Liðið endaði í sjöunda sæti í 2 deild karla í sumar.

„Guðjón hefur í tvígang tekið við liðinu á erfiðum tímapunkti og unnið ákaflega gott starf í þágu félagsins. Þekking hans og kunnátta sem einn af allra reynslumestu þjálfurum landsins hefur nýst félaginu vel og erum við Guðjóni þakklátir fyrir gott og ánægjulegt samstarf á undanförnum árum. Við óskum honum að sama skapi góðs gengis í þeim verkefnum sem hann mun taka að sér í framtíðinni,“ segir í yfirlýsingu.

Guðjón er einn farsælasti þjálfari í sögu Íslands en stjórn Víkings Ó. mun á næstu vikum fara í það að ráða nýjan þjálfara og hefja formlegan undirbúning fyrir næsta keppnistímabil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

KA staðfestir komu Diego Montiel

KA staðfestir komu Diego Montiel
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Wayne Rooney með ráð til Jack Grealish

Wayne Rooney með ráð til Jack Grealish
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu hjartnæmt myndband KSÍ til heiðurs Jóa Berg – Stjarna Manchester United búinn að deila því

Sjáðu hjartnæmt myndband KSÍ til heiðurs Jóa Berg – Stjarna Manchester United búinn að deila því
433Sport
Í gær

Jóhann Berg einlægur eftir magnaðan áfanga – „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu, ég er ótrúlega stoltur“

Jóhann Berg einlægur eftir magnaðan áfanga – „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu, ég er ótrúlega stoltur“