fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Staðfestir að Real Madrid sé búið að vinna kapphlaupið

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 8. desember 2022 15:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Madrid er búið að ganga frá samningum við fulltrúa ungstirnisins Endrick og Palmeiras um að kaupa leikmanninn. Það er Fabrizio Romano sem greinir frá.

Spænska stórveldið mun borga 60 milljónir evra fyrir leikmanninn, auk skatta.

Endrick mun hins vegar ekki ganga í raðir Real Madrid fyrr en sumarið 2024, þegar leikmaðurinn verður átján ára.

Endrick er aðeins sextán ára gamall. Hann skoraði þó þrjú mörk og lagði upp eitt í brasilísku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Hann spilaði aðeins um 300 mínútum í sjö leikjum.

Brasilíski táningurinn getur leyst allar stöðurnar fremst á vellinum.

Endrick hefur verið orðaður við fjölda stórliða í Evrópu en nú hefur Real Madrid unnið kapphlaupið.

Kappinn á að baki fjóra leiki fyrir U-17 ára lið Brasilíu, þar sem hann hefur skorað fimm mörk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fjögur ensk lið til í að semja við reynsluboltann

Fjögur ensk lið til í að semja við reynsluboltann
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Forsetaframbjóðandi heitir því að reyna að fá Messi

Forsetaframbjóðandi heitir því að reyna að fá Messi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mikil ánægja með Hólmbert sem skrifar undir nýjan samning

Mikil ánægja með Hólmbert sem skrifar undir nýjan samning
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Krefst þess að snerting við annan leikmann verði skoðuð þremur mánuðum eftir skelfilegt banaslys unga mannsins

Krefst þess að snerting við annan leikmann verði skoðuð þremur mánuðum eftir skelfilegt banaslys unga mannsins
433Sport
Í gær

Guardiola útilokar sölu

Guardiola útilokar sölu
433Sport
Í gær

Veðbankar telja að Breiðablik þurfi að vinna kraftaverk annað kvöld

Veðbankar telja að Breiðablik þurfi að vinna kraftaverk annað kvöld