fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
433Sport

Neville hefur meiri trú á Tottenham í baráttunni um Meistaradeildarsæti – ,,Mikið högg fyrir liðið“

Aron Guðmundsson
Föstudaginn 13. maí 2022 09:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Neville, sérfræðingur Sky Sports, segir að hann myndi setja peninginn sinn á Tottenham í baráttu liðsins við nágranna sína um Meistaradeildarsæti fyrir síðustu tvær umferðir ensku úrvalsdeildarinnar. Tottenham vann í gær öruggan 3-0 sigur á Arsenal og er nú aðeins einu stigi á eftir Skyttunum.

Kalt mat á þeim leikjum sem eftir eru hjá bæði liðum er það að Tottenham á auðveldara leikjaprógram fyrir höndum. Liðið mætir næst Burnley á heimavelli og svo Norwich á útivelli. Burnley er í fallbaráttu en Norwich hefur að engu að keppa og er fallið úr úrvalsdeildinni.

Arsenal á útileik gegn Newcastle United eftir og heimaleik gegn Everton. Newcastle situr í þægilegri stöðu um miðja deild á meðan að Everton er í fallbaráttu.

,,Maður myndi frekar vilja leikina sem Tottenham á eftir ef maður væri leikmaður þessara liða. Útileikurinn gegn Newcastle er eriftt verkefni fyrir Arsenal og þá sér í lagi ef Tottenham klárar verkefni sitt gegn Burnley deginum áður. Að sama skapi Everton á heimavelli í lokaumferðinni, ef Everton þarf á stigum að halda á Arsenal í vændum tvo erfiða leiki,“ segir Gary Neville í umfjöllun á Sky Sports.

Neville telur að Tottenham muni klára verkefni sitt gegn Burnley á sunnudaginn ,,og þá þarf Arsenal að vinna báða sína leiki, ég er hins vegar ekki viss um að þeir muni gera það. Leikur gærkvöldsins var mikið högg fyrir liðið. Ég gæti haft rangt fyrir mér en ég er hlutlaus á milli þessara liða. Tilfinning mín segir mér að eg ég ætti að setja peninginn minn á annað hvort liðið þá myndi ég setja hann á Tottenham.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ný og umdeild regla Trump gæti gert ferðamönnum sem ætla til Bandaríkjanna erfitt fyrir

Ný og umdeild regla Trump gæti gert ferðamönnum sem ætla til Bandaríkjanna erfitt fyrir
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Elías Már sagður vera að skrifa undir í Víkinni

Elías Már sagður vera að skrifa undir í Víkinni
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Veðbankar segja Klopp líklegastan eftir enn eitt tapið í gær

Veðbankar segja Klopp líklegastan eftir enn eitt tapið í gær
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kátína á fréttamannafundi – Spurður hvort hann væri búinn að hitta einhverja góða konu

Kátína á fréttamannafundi – Spurður hvort hann væri búinn að hitta einhverja góða konu