fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
433Sport

Plús og mínus: Frábær Brynjar og stöðugleiki fyrirliðans – Mun fleira jákvætt en neikvætt

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 8. júní 2021 19:34

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska landsliðið gerði jafntefli við það pólska í vináttulandsleik ytra í dag. Frammistaðan hjá liðinu var góð.

Albert Guðmundsson kom Íslendingum yfir á 24. mínútu leiksins með góðri hælspyrnu af stuttu færi. Guðmundur Þórarinsson hafði tekið hornspyrnu sem rataði á Aron Einar Gunnarsson, hann skaut í átt að marki þar sem Albert var og kom boltanum í netið.

Pietr Zielenski jafnaði fyrir heimamenn tíu mínútum síðar. Staðan í hálfleik var 1-1.

Brynjar Ingi Bjarnason kom Íslandi aftur yfir í upphafi seinni hálfleiks með frábæru marki eftir fyrirgjöf Guðmundar.

Íslenska liðið hélt Pólverjum nokkuð vel í skefjum lengst af en heimamenn sóttu í sig veðrið í lok leiks. Það endaði svo með því að Karol Swiderski jafnaði fyrir þá á 88. mínútu. Lokatölur 2-2.

Plúsar og mínusar úr leiknum eru hér fyrir neðan.

Plús

Samstaðan og liðsheildin sem íslenska landsliðið er þekkt fyrir var sannarlega til staðar í leiknum.

Brynjar Ingi Bjarnason kórónaði góðan landsleikjaglugga með marki. Hann gerir svo sannarlega tilkall sem framtíðar miðvörður í landsliðinu.

Stöðugleikinn sem Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði, hefur sýnt í þessum landsleikjaglugga er virkilega jákvæður.

Guðmundur Þórarinsson nýtti langþráðan séns með landsliðinu með mjög góðri frammistöðu. 

Ögmundur Kristinsson fylgdi eftir góðum leik í Færeyjum með öflugri frammistöðu í dag. Það er ekki oft sem markmenn nýta tækifærið í fjarveru Hannesar Þór Halldórssonar

Albert Guðmundsson skoraði gott mark. Það er mjög mikilvægt upp á framtíðina að fá hann í gang með landsliðinu.

Margir leikmenn nýttu landsleikjagluggann vel og gefa þjálfarateyminu hausverk fyrir þann næsta.

Mínus

Að halda ekki út í leiknum. Þó svo að úrslitin hafi ekki skipt öllu þá hefði verið virkilega sterkt fyrir Arnar Þór og Eið Smára að vinna Pólland í dag. Það var þó mjög margt jákvætt við frammistöðuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Lögregla rannsakar árás sem geysivinsæll áhrifavaldur varð fyrir – Þrír verið handteknir og borgarstjórinn sendi kveðju

Lögregla rannsakar árás sem geysivinsæll áhrifavaldur varð fyrir – Þrír verið handteknir og borgarstjórinn sendi kveðju
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Slot lofsöng einn mann eftir allt fjaðrafokið undanfarið

Slot lofsöng einn mann eftir allt fjaðrafokið undanfarið
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Óvæntir orðrómar um Manchester United og Ramos

Óvæntir orðrómar um Manchester United og Ramos
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mainoo gefur grænt ljós – Liggur mikið á að fá hann sem fyrst

Mainoo gefur grænt ljós – Liggur mikið á að fá hann sem fyrst
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Á að hafa eytt nótt með Harry Bretaprins en kom upp um annan mann – Urðar yfir hann í skrifum sínum

Á að hafa eytt nótt með Harry Bretaprins en kom upp um annan mann – Urðar yfir hann í skrifum sínum
433Sport
Í gær

Carragher svarar fyrir sig vegna gagnrýni fyrir að hjóla í Salah – „Þú og aðrir hafið gjörsamlega misskilið það“

Carragher svarar fyrir sig vegna gagnrýni fyrir að hjóla í Salah – „Þú og aðrir hafið gjörsamlega misskilið það“
433Sport
Í gær

Laura Woods snýr aftur eftir uppákomuna í síðustu viku

Laura Woods snýr aftur eftir uppákomuna í síðustu viku