fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Breskir fjölmiðlar telja að tími Kane hjá Spurs gæti brátt verið á enda

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 10. apríl 2021 19:30

Mynd/Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlar í Bretlandi virðast sammála um það að Harry Kane, stjarna Tottenham, muni reyna að komast frá félaginu ef því mistekst að landa Meistaradeildarsæti á þessu tímabili. Það er ljóst að stærstu lið Evrópu verða á eftir honum ef hann ákveður að fara.

The Athletic greindi fyrst miðla frá því að Kane væri að íhuga framtíð sína. Í kjölfarið tóku margir af helstu miðlum Bretlands undir. Talið er að leikmaðurinn hafi áhyggjur af getuleysi Tottenham til að berjast um titla.

Kane er þó samningsbundinn Spurs til 2024. Það setur Spurs í sterka stöðu, bæði ef þeir vilja halda honum eða þá selja dýrt.

Hann hefur áður sagt að hann elski Spurs en að hann sé einnig virkilega metnaðarfullur. Kane hefur þó hvorki getað svarað játandi né neitandi er hann hefur verið spurður út í það hvort hann fari einn daginn frá félaginu.

Af enskum liðum hefur Kane mest verið orðaður við Manchester-liðin, City og United. Þá hafa Real Madrid, PSG ásamt fleiri evrópskum stórliðum verið nefnd til sögunnar.

Það er þó ekki talið líklegt að Kane muni ákveða sig endanlega fyrr en eftir Evrópumót landsliða í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Búinn að krota undir og fer ekki í stærra lið í sumar

Búinn að krota undir og fer ekki í stærra lið í sumar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Williams og Solskjær mögulega sameinaðir

Williams og Solskjær mögulega sameinaðir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum
EM: Noregur vann Sviss
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Jóhann Berg staðfestur hjá nýju félagi

Jóhann Berg staðfestur hjá nýju félagi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Dagný Brynjars: ,,Forsetinn að koma í heimsókn svo pössum að fara snemma að sofa“

Dagný Brynjars: ,,Forsetinn að koma í heimsókn svo pössum að fara snemma að sofa“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rautt spjald og döpur frammistaða er Ísland tapaði fyrsta leik á EM

Rautt spjald og döpur frammistaða er Ísland tapaði fyrsta leik á EM
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fékk hjartaáfall um borð í leigubíl – Var í dái í nokkrar mínútur en er á batavegi

Fékk hjartaáfall um borð í leigubíl – Var í dái í nokkrar mínútur en er á batavegi