fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Þetta sagði Óli Jó þegar Valur fékk Gary Martin í janúar

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 14. maí 2019 13:13

Óli Jó fékk Petry til Vals og vill hann núna í FH.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur vill losna við Gary Martin. Þetta staðfesti Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals í samtali við 433.is í dag.

Gary gekk í raðir Vals í janúar og gerði þriggja ára samning. Eftir þrjár umferðir í Pepsi Max-deildinni vill Valur nú losna við framherjann.

Meira:
Gary Martin í áfalli: Leikmenn Vals trúa ekki hvað er í gangi – ,,Valur hefur sett mig í mjög erfiða stöðu“

Tíðindin koma talsvert á óvart því ekki eru nema rúmir fjórir mánuðir síðan að Valur setti allt sitt traust á breska framherjann. ,,Ég er búinn að tilkynna honum að hann megi finna sér nýtt félag, Gary er fínn drengur og búinn að standa sig vel. Hann hentar ekki okkar leikstíl,“ sagði Ólafur í samtali við 433.is í dag.

Í janúar þegar Gary skrifaði undir hjá Val, var annað hljóð í þjálfaranum. Hann hafði lengi reynt að fá hann. ,,Hann er frábær fótboltamaður, við höfum reynt að fá hann oft og mörgum sinnum. ÞAnnig að ég er mjög sáttur við að fá hann,“ sagði Ólafur við 433.is eftir að Gary hafði skrifað undir.

Valur missti Patrick Pedersen, sem var besti leikmaður deildarinnar. Gary var fyrsta nafnið sem Ólafur vildi fá.

,,Hann var fyrsti maður sem kom upp í hausinn þegar Patrick fór, það var nákvæmlega þannig“

Viðtalið má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu
433Sport
Í gær

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika
433Sport
Í gær

Orri Steinn hetja Sociedad

Orri Steinn hetja Sociedad
433Sport
Í gær

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu
433Sport
Í gær

Guðlaugur Victor rifti við Plymouth

Guðlaugur Victor rifti við Plymouth