fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Sport

Já, já, já! Frábær sigur Íslands gegn Svíum – Sá fyrsti í lokakeppni EM

Lokatölur 26-24 fyrir Ísland

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 12. janúar 2018 18:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland vann frábæran sigur á Svíum, 26-24, í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í handbolta sem nú fer fram í Króatíu. Þetta var fyrsti sigur Íslands á Svíum í lokakeppni Evrópumóts. Íslenska liðið spilaði frábæran handbolta stóran hluta leiksins og átti sigurinn fyllilega skilið.

Íslenska liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og náði strax öruggri forystu. Mestur var munurinn níu mörk í fyrri hálfleik, 14-5, en Svíar minnkuðu muninn fyrir hálfleik og var staðan 15-8 í hálfleik.

Sóknarleikurinn var frábær framan af fyrri hálfleik, Björgvin Páll var stórkostlegur í markinu og varnarleikur íslenska liðsins eins og hann gerist bestur. Aron Pálmarsson og Ólafur Guðmundsson fóru fyrir sóknarleik íslenska liðsins í fyrri hálfleik en aðrir lögðu einnig mikið af mörkum, Guðjón Valur Sigurðsson var drjúgur og Rúnar Kárason sömuleiðis.

Eins og við var að búast reyndi sænska liðið að þjarma að því íslenska í seinni hálfleik og skoruðu Svíar fyrstu tvö mörk seinni hálfleiks. Ísland svaraði að bragði og náði tíu marka forystu en þá kom slæmur kafli sem Svíar færðu sér í nyt. Sænska liðið minnkaði muninn hægt og bítandi og voru lokamínútúrnar nokkuð spennandi, þó Svíar hafi aldrei komist mjög nálægt íslenska liðinu. Minnstur var munurinn í raun í leikslok, 26-24.

Ólafur Guðmundsson var valinn maður leiksins, enda átti hann frábæran leik. Hann var markahæstur í íslenska liðinu með 7 mörk en næstir í markaskorun komu Arnór Þór Gunnarsson, Rúnar Kárason og Guðjón Valur Sigurðsson með 5 mörk. Aron Pálmarsson skoraði þrjú mörk en lagði upp nokkur mörk.
Björgvin Páll Gústavsson varði 17 skot í íslenska markinu.

Frábær sigur Íslands staðreynd en framundan eru leikir gegn Króötum og Serbum í riðlinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arnar: „Fyrst og fremst leiðinlegt fyrir hann“

Arnar: „Fyrst og fremst leiðinlegt fyrir hann“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Nýjasti landsliðshópur Arnars vekur athygli – Jóhann Berg og Hörður Björgvin snúa aftur

Nýjasti landsliðshópur Arnars vekur athygli – Jóhann Berg og Hörður Björgvin snúa aftur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Liðsfélagi og vinur Trent opinberar hvernig kappinn talar um Liverpool

Liðsfélagi og vinur Trent opinberar hvernig kappinn talar um Liverpool
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Óvænt endurkoma fyrrum leikmanns Liverpool

Óvænt endurkoma fyrrum leikmanns Liverpool