fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Sport

Ragnar að sjálfsögðu í liði umferðarinnar

Er í flottum félagsskap nokkurra af bestu knattspyrnumönnum heims

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 28. júní 2016 15:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Sigurðsson sýndi stórkostlega frammistöðu í sigrinum gegn Englandi í gær og sagði Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara íslenska liðsins, að með frammistöðu sinni hlyti Ragnar að hafa vakið athygli stærstu og bestu félagsliða heims.

Ragnar skoraði fyrra mark Íslands og átti frábæran leik í vörn íslenska liðsins. Hann var að öðrum ólöstuðum besti maður vallarins og hélt sóknarmönnum enska liðsins algjörlega í skefjum.

Vefritið WhoScored.com hefur valið lið umferðarinnar í 16-liða úrslitum keppninnar og er Ragnar að sjálfsögðu í hjarta varnarinnar. Ragnar er ekki í slæmum félagsskap því í markinu er Thibaut Courtois, markvörður Belga og Chelsea, og við hlið hans í vörninni er Giorgio Chiellini, varnarmaður Juventus og ítalska landsliðsins.

Aðrar stórstjörnur eiga sæti í liðinu, til dæmis Antoine Griezmann, Eden Hazaard, Kevin de Bruyne og Mario Gomez. Ragnari er gefin einkunnin 8,9 sem og er hann langhæstur af varnarmönnum úrvalsliðsins. Hazard, sem átti frábæran leik fyrir Belga gegn Ungverjum, fær 10 í einkunn og Antoine Griezmann 9,2.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kristófer Acox viðurkennir að hafa tekið umdeilda ákvörðun – ,,Hægt og rólega var ég kominn svo djúpt inn í þetta“

Kristófer Acox viðurkennir að hafa tekið umdeilda ákvörðun – ,,Hægt og rólega var ég kominn svo djúpt inn í þetta“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Kane fær sín fyrstu verðlaun sem leikmaður Bayern í dag

Kane fær sín fyrstu verðlaun sem leikmaður Bayern í dag
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Segir frá ferð með Eiði Smára – Þetta kom á óvart

Segir frá ferð með Eiði Smára – Þetta kom á óvart
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Virðist gefa ýmislegt í skyn með nýju myndbandi – ,,Loading…“

Virðist gefa ýmislegt í skyn með nýju myndbandi – ,,Loading…“
433Sport
Í gær

Íþróttavikan einnig í hlaðvarpi – Hlustaðu á nýjasta þáttinn þar sem Auðunn Blöndal er gestur

Íþróttavikan einnig í hlaðvarpi – Hlustaðu á nýjasta þáttinn þar sem Auðunn Blöndal er gestur
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?