fbpx
Þriðjudagur 14.maí 2024

Verstu myndirnar sem unnu Óskarsverðlaun

Slógu ekki beint í gegn en unnu samt hin eftirsóttu verðlaun

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 29. mars 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskarsverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn fyrir skemmstu. Þó að hátíðin eigi að verðlauna framúrskarandi kvikmyndagerð hefur það margoft gerst að myndir, sem ekki beint hafa slegið í gegn hjá gagnrýnendum, hafa unnið til verðlauna. Business Insider tók saman nokkur dæmi um slíkar myndir.


Harry and the Hendersons (1987)

Verðlaunuð fyrir: Bestu förðun
Einkunn á IMDB: 5,9
Einkunn á Metacritic: 41/100

Myndin segir frá fjölskyldu sem verður fyrir því óláni að aka á sjálfan Bigfoot. Þeim verður þó vel til vina eftir þetta og verður Bigfoot eins konar gæludýr fjölskyldunnar. Hér er um ágætis fjölskyldumynd að ræða en lítið meira en það. Í umfjöllun Business Insider segir að þótt myndin hafi fengið verðlaun fyrir bestu förðun hafi hún í raun ekki verið upp á marga fiska.


How the Grinch Stole Christmas (2000)

Verðlaunuð fyrir: Bestu förðun
Einkunn á IMDB: 6,0
Einkunn á Metacritic: 46/100

Þessi mynd naut talsverðrar velgengni á sínum tíma enda var Jim Carrey á hátindi ferils síns á þeim tíma. Myndin hlaut þó ekki sérstaka dóma og er að margra mati í hópi verstu mynda sem hlotið hafa Óskarsverðlaun.


Pearl Harbor (2001)

Verðlaunuð fyrir: Bestu hljóðvinnsluna
Einkunn á IMDB: 6,1
Einkunn á Metacritic: 44/100

Þessi sögulega stórmynd sem var heilir þrír tímar að lengd segir frá atburðunum á Pearl Harbor árið 1941. Ben Affleck, Josh Hartnett og Kate Beckinsale fóru með aðalhlutverk myndarinnar sem þótti í raun alveg afleit. Þrátt fyrir það var myndin tilnefnd til fjögurra verðlauna en hlaut sem fyrr segir verðlaun fyrir bestu hljóðvinnsluna.


Crash (2004)

Verðlaunuð fyrir: Bestu myndina, besta handritið, bestu klippingu
Einkunn á IMDB: 7,8
Einkunn á Metacritic: 69/100

Þessi mynd í leikstjórn Paul Haggis er alls ekki svo slæm, en að flestra mati var hún alls ekki það góð að hún ætti skilið að vinna til Óskarsverðlauna sem besta myndin. Raunin varð hins vegar sú og vann hún til þrennra Óskarsverðlauna í það heila auk þess að hljóta þrjár tilnefningar til viðbótar.


The Blind Side (2009)

Verðlaunuð fyrir: Bestu leikkonu í aðalhlutverki
Einkunn á IMDB: 7,7
Einkunn á Metacritic: 53/100

The Blind Side segir frá Michael Oher, ungum dreng sem þvert á væntingar gerðist atvinummaður í NFL-deildinni með aðstoð góðhjartaðrar konu. Þessi kona var leikin af Söndru Bullock sem hlaut Óskarinn sem besta leikkona í aðalhlutverki. Þess má geta að myndin var einnig tilnefnd sem besta myndin á hátíðinni árið 2010 en The Hurt Locker hreppti þau verðlaun.


The Wolfman (2011)

Verðlaunuð fyrir: Bestu förðunina
Einkunn á IMDB: 5,8
Einkunn á Metacritic: 43/100

Óskarsverðlaunaakademían virðist stundum þurfa að grafa djúpt þegar tilnefnt er til verðlauna í flokknum besta förðunin. The Wolfman, með Benicio Del Toro í hlutverki varúlfs, hlaut verðlaunin á hátíðinni 2011 en myndin þótti í raun arfaslök og var varúlfurinn í raun ekkert ógnvekjandi, að sögn gagnrýnenda.


Les Miserables (2012)

Verðlaunuð fyrir: Bestu leikkonu í aukahlutverki, bestu hljóðvinnslu, bestu förðun og hágreiðslu
Einkunn á IMDB: 7,6
Einkunn á Metacritic: 63/100

Dans- og söngvamyndir hafa lengi átt upp á pallborðið hjá akademíunni og sitt sýnist hverjum um það. Les Miserables hlaut þrenn Óskarsverðlaun á sínum tíma og var tilnefnd til fimm verðlauna til viðbótar. Alls fékk hún átta tilnefningar sem þótti býsna mikið miðað við að myndin þótti alls ekkert framúrskarandi.


The Great Gatsby (2013)

Verðlaunuð fyrir: Bestu búningahönnun, bestu listrænu stjórnun
Einkunn á IMDB: 7,3
Einkunn á Metacritic: 55/100

The Great Gatsby er mynd sem í raun hafði allt; Leonardo di Caprio, Jay Z, glamúr, djass og morð. Myndin hlaut samt heldur slaka dóma hjá gagnrýnendum og þá virtist almenningur ekki vera allt of hrifinn, að minnsta kosti ef marka má einkunnina á IMDB sem fengin er frá 380 þúsund notendum síðunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Lét meintan sóðaskap fara í taugarnar á sér og framdi þrefalt morð

Lét meintan sóðaskap fara í taugarnar á sér og framdi þrefalt morð
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Nú sagt að Grealish gæti snúið aftur heim

Nú sagt að Grealish gæti snúið aftur heim
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Sátu fyrir fangaflutningabíl í Frakklandi – Skutu þrjá fangaverði til bana og frelsuðu fíkniefnafól sem ber viðurnefnið „Flugan“

Sátu fyrir fangaflutningabíl í Frakklandi – Skutu þrjá fangaverði til bana og frelsuðu fíkniefnafól sem ber viðurnefnið „Flugan“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Skúli skammar Willum og Ölmu vegna sífelldra tafa á meðferð kvartana hjá embætti landlæknis

Skúli skammar Willum og Ölmu vegna sífelldra tafa á meðferð kvartana hjá embætti landlæknis
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

„Ég var ótrúlega heppin að fá að lifa“

„Ég var ótrúlega heppin að fá að lifa“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Gagnrýnir Bjarna og Guðmund harðlega: „Þeir voru bókstaflega hlæjandi á meðan hún talaði“

Gagnrýnir Bjarna og Guðmund harðlega: „Þeir voru bókstaflega hlæjandi á meðan hún talaði“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu lið tímabilsins hjá Neville og Carragher – Eru sammála um sjö leikmenn en Carragher skilur stórt nafn eftir útundan

Sjáðu lið tímabilsins hjá Neville og Carragher – Eru sammála um sjö leikmenn en Carragher skilur stórt nafn eftir útundan
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Endanlega orðið ljóst að hann fer frá Manchester United í sumar

Endanlega orðið ljóst að hann fer frá Manchester United í sumar