fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025

Þeir fiska sem róa

Gunnar Bender
Þriðjudaginn 5. maí 2020 08:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Silungasvæðið í Elliðaánum opnaði 1.maí og byrjaði veiðin þar rólega enda var einungis þriggja gráðu hiti um morguninn þegar hún opnaði, þó veiddist eitthvað. Það hlýnaði um helgina og okkar dyggi félagsmaður Atli Bergmann “urriðahvíslari” skellti sér í gær og landaði sex fiskum og tveir aðrir sem láku af.

Fiskurinn kemur undan vetri í góðum holdum eins og sjá má á forsíðumyndinn en stærsti var 60 sm. Þetta er klárlega eitt vanmetnasta urriðasvæðið á landinu því þarna er hægt að fá flotta veiði í stærð og fjölda. Tilvalið að renna í “árnar” og upplifa ævintýri í höfuðborginni sem og þetta er ódýr kostur.

Svæðið er tilvalið fyrir þá sem vilja kynnast andstreymis veiði “upstream” með tökuvara eða prófa “euronymphing” sem er sannarlega að ryðja sér til rúms meira og meira hér á landi. Seldir eru hálfir dagar í senn og einungis tvær stangir á svæðinu.

Þannig fengum við einnig fréttir úr Leirvogsá á föstudaginn en þar eru einungis tvær stangir. Veiðimenn settu þar í átta fiska og lönduðu fjórum. Sjóbirtingarnir voru í stærðum frá 60-70 sm.

Helstu staðir voru Gamla brú, Neðri Skrauti og í Birgishyl en þar fékk einn veiðimaðurinn einhverja rosalegustu töku sem hann hefur fengið en það er búið að sjást til þeirra fiska þar og hafa veiðst upp í 80 sm birtingar í hylnum til þessa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Jóhann Berg staðfestur hjá nýju félagi

Jóhann Berg staðfestur hjá nýju félagi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Dagný Brynjars: ,,Forsetinn að koma í heimsókn svo pössum að fara snemma að sofa“

Dagný Brynjars: ,,Forsetinn að koma í heimsókn svo pössum að fara snemma að sofa“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ingibjörg eftir tapið: ,,Auðvelt að segja að þetta sé venjulegt“

Ingibjörg eftir tapið: ,,Auðvelt að segja að þetta sé venjulegt“
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Sjaldséð sjón: Goðsögn frá sjöunda áratugnum mætti á rauða dregilinn

Sjaldséð sjón: Goðsögn frá sjöunda áratugnum mætti á rauða dregilinn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Afar slæm tíðindi fyrir Ísland – „Var sem sagt bara verið að gaslýsa heila þjóð“

Afar slæm tíðindi fyrir Ísland – „Var sem sagt bara verið að gaslýsa heila þjóð“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

City að kaupa 15 ára framherja á 250 milljónir – Faðir hans lék með Everton

City að kaupa 15 ára framherja á 250 milljónir – Faðir hans lék með Everton
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt