fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Ótrúlegt fylgishrun: Hverjar verða afleiðingarnar?

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 4. júní 2018 14:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú þegar nokkrir dagar eru liðnir frá kosningunum, hefur stjórnmálaspekingum gefist kostur til að rýna í úrslitin úr ákveðinni fjárlægð og bera saman við fyrri tíð. Margt kemur þá áhugavert í ljós, en væntanlega ber þar hæst ótrúlegt fylgishrun Vinstri grænna. Fylgishrun sem í reynd felur í sér stórpólitísk tíðindi.

Tökum bara höfuðborgina Reykjavík sem dæmi. Þar á bæ var Katrín Jakobsdóttir oddviti í síðustu kosningum og varð svo forsætisráðherra í samstjórn Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokki og Framsókn.

Á þeim fáu mánuðum sem liðnir eru hefur fylgið gersamlega tæst af Vinstri grænum. Hvern einasta mánuð, hverja einustu viku, hvern einasta dag.

Látum tölurnar tala sínu máli:

Í Alþingiskosningum fékk VG samtals 14.477 atkvæði í Reykjavík suður og norður. Ári síðar, fékk VG samtals 2.700 atkvæði í borgarstjórnarkosningunum.

Þetta er algjörlega ótrúlegt fylgishrun. Á áðeins örfáum mánuðum hafa fjórir af hverjum fimm kjósendum Vinstri grænna yfirgefið flokkinn. Varla eru til mörg dæmi um jafn rosalegt fylgishrun í samanlagðri stjórnmálasögu landsins.

Þetta er þeim mun athyglisverðara, að Vinstri græn fara með stjórn landsmála gegnum forsætisráðherraembættið og borgarfulltrúinn Líf Magneudóttir ræður með atkvæði sínu miklu um hvers konar meirihluta á að mynda í borgarstjórn Reykjavíkur.

Í reynd ættu þessi úrslit að hafa orðið til þess að Vinstri græn dragi sig í hlé og leggist í allsherjar naflaskoðun, því kjósendur hafa sent um það skýr skilaboð. Ótrúlegt er annað en þingmenn velti fyrir sér umboði forsætisráðherrans, heilbrigðisráðherrans, forseta þingsins og umhverfisráðherrans við þessar aðstæður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Guardiola neitar allri sök – ,,Hann bað um þetta í tvö ár“

Guardiola neitar allri sök – ,,Hann bað um þetta í tvö ár“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Staðfestir að hann hafi rætt við vandræðagemsa vikunnar – ,,Þeir þurfa að skilja reglurnar“

Staðfestir að hann hafi rætt við vandræðagemsa vikunnar – ,,Þeir þurfa að skilja reglurnar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 8 klukkutímum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Skilningarvitin hætta að starfa í ákveðinni röð þegar fólk er að deyja

Skilningarvitin hætta að starfa í ákveðinni röð þegar fólk er að deyja
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Svona var byrjunarliðið þegar Manchester United mætti Coventry síðast

Svona var byrjunarliðið þegar Manchester United mætti Coventry síðast
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fáránlegt athæfi BMW-eiganda í umferðinni – Smaug á milli tveggja bifreiða á tvíbreiðum vegi

Fáránlegt athæfi BMW-eiganda í umferðinni – Smaug á milli tveggja bifreiða á tvíbreiðum vegi