
Útlendingaeftirlitið í Bandaríkjunum, eða ICE eins og það er kallað, skaut konu til bana í Minneapolis á miðvikudaginn. Heimavarnaráðherrann, Kristi Noem, hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir viðbrögð sín við málinu, en hún sagði að ekkert saknæmt hefði átt sér stað þar sem fulltrúi ICE, sem skaut konuna í andlitið, hafi upplifað að lífi hans væri ógnað. Eins kallaði Noem hina látnu, Renee Nicole Good, hryðjuverkamann sem hafi augljóslega ætlað sér að bana ICE-fulltrúanum með því að keyra hann niður.
Fulltrúadeildarþingmaður Demókrata, Seth Magaziner, var ómyrkur í máli þegar blaðamaður Migrant Insider spurði hann út í viðbrögð ráðherrans.
„Kristi Noem er hálfviti. Hún fór í sjónvarpið áður en staðreyndirnar voru komnar á hreint. Hún skáldaði þar upp einhverja sögu um að fulltrúar ICE hafi verið að reyna að losa bíl sinn sem þeir hefðu fest í snjónum eða eitthvað þannig, og það er klárlega rangt hjá henni. Hún áttaði sig ekki einu sinni á því að það væru til myndbönd af því sem gerðist þegar hún kom þarna fram og falsaði atburðarrásina.
Allir í ríkisstjórn Trump ljúga, en hún er ekki einu sinni góður lygari. Við höfum séð það aftur og aftur.“
Magaziner sagði að þetta framferði ráðherrans væri eflaust fyndið ef ekki væri um svona harmleik að ræða. Aðgerðir ICE séu að skaða líf venjulegs fólks og nú hefur manneskja látið lífið út af ólögmætum aðgerðum ríkisstjórnarinnar.
„Ef þeir hefðu bara gert það sem þeir sögðust ætla að gera og einbeitt sér að fólki með alvarleg sakamál á bakinu þá væri enginn að kvarta, en þeir ráða bara ekki við sig.“
Viðbrögð stjórnvalda hafa verið harðlega gagnrýnd. Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrti ranglega í fyrstu færslu sinni um málið að Good hefði ekið yfir ICE-fulltrúann en á myndböndum, sem forsetinn segist hafa séð, sést skýrt að bifreiðin fór aðeins rétt utan í fulltrúann sem náði að víkja sér undan, grípa um skotvopn sitt og skjóta Good þrisvar sinnum.
„Miðað við myndbandið er erfitt að trúa því að hann sé á lífi, en hann er nú að ná sér á sjúkrahúsi.“
Forsetinn hélt því eins fram að Good væri atvinnuaðgerðarsinni.
Varaforsetinn, JD Vance, sagði að Good hefði ráðist á lög og reglu ríkisins og þar með bandarísku þjóðina. Hann heldur því fram að Good sé meðlimur í öfgavinstrisamtökum sem hafi unnið þrotlaust að hryðjuverkum til að koma í veg fyrir að Trump geti framfylgt innflytjendalöggjöf sinni.
„Allir sem bergmála lygina um að þetta sé einhver saklaus kona sem var bara í bíltúr um Minneapolis þegar lögreglumaðurinn skaut á hana: Þið ættuð að skammast ykkar, öllsömul.“
JUST IN: 🇺🇸 New footage with cleaned up audio shows Renee Good told ICE she was “pulling out”
pic.twitter.com/hk2z6O5OuP— ADAM (@AdameMedia) January 9, 2026
Wow!
The new video shows overwhelmingly that Renee was dropping someone off, pulling out and that the officer was not in front of the vehicle.
She did NOT block them.
She did NOT block the road.
She did NOT use her vehicle as a weapon.
She was murdered. https://t.co/2QoYahfK8t
— Adam Cochran (adamscochran.eth) (@adamscochran) January 9, 2026
🚨: New video completely destroys DHS’s story.
Renee Good arrived four minutes before ICE.
No one was stuck. Cars were moving freely.
She wasn’t blocking anything.
ICE showed up suddenly and aggressively and then they lied about it. pic.twitter.com/whLLeQLgcz
— Brian Allen (@allenanalysis) January 9, 2026