fbpx
Laugardagur 10.janúar 2026
Pressan

Rússar hafa fangaskipti við Frakka

Pressan
Föstudaginn 9. janúar 2026 11:30

Daniil Kasatkin og Laurent Vinatier.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franski fræðimaðurinn Laurent Vinatier er kominn aftur til Frakklands eftir að hafa verið í fangelsi í Rússlandi. Þá er Rússinn Daniil Kasatkin, sem Bandaríkjamenn vildu fá framseldan frá Frakklandi, kominn heim til Rússlands.

Um var að ræða fangaskipti á milli ríkjanna en Vinatier hlaut náðum frá Vladimír Pútín Rússlandsforseta á dögunum. Hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að skrá sig ekki samkvæmt rússneskum lögum um erlenda erindreka og þá var hann til rannsóknar í njósnamáli.

Frönsk stjórnvöld höfðu lýst handtöku hans handahófskenndri og neituðu því staðfastlega að hann hefði nokkur tengsl við frönsku utanríkis- eða leyniþjónustuna.

Kasaktin, sem er körfuboltamaður, var handtekinn í París sumarið 2024 á grundvelli bandarískrar handtökuskipunar. Hann var sakaður um aðild að gagnagíslatökuárásum þar sem hugbúnaði er komið fyrir í tölvukerfum og þeim læst.

Kasatkin hefur neitað ásökununum og hefur lögmaður hans sagt að hann skorti tæknilega færni og hafi óafvitandi notað tæki sem var undir stjórn netglæpamanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þetta er konan sem var skotin til bana í Minneapolis í gær – 37 ára þriggja barna móðir

Þetta er konan sem var skotin til bana í Minneapolis í gær – 37 ára þriggja barna móðir
Pressan
Í gær

Vendingar í máli manns sem var rekinn vegna færslu um Charlie Kirk

Vendingar í máli manns sem var rekinn vegna færslu um Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump varð brjálaður þegar hann sá Maduro dansa – Þremur dögum seinna réðst herinn inn í Venesúela

Trump varð brjálaður þegar hann sá Maduro dansa – Þremur dögum seinna réðst herinn inn í Venesúela
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaut tuska í andlit Nóbelsverðlaunahafa – Trump treystir henni ekki til að fara með völdin í Venesúela

Blaut tuska í andlit Nóbelsverðlaunahafa – Trump treystir henni ekki til að fara með völdin í Venesúela