
Rétt eftir að hin 46 ára gamla Aleena Asif, í Long Island í New York skilað börnunm sínum, 14 og 7 ára, í skólann og var nýkomin heim þá réðst eiginmaðurinn hennar á hennar og hélt tusku fyrir vitum hennar. Í tuskunni var blásýra og leiddi árásin til dauða Allenu.
Eiginmaður hennar, Asif Qureshi, 53 ára, hefur verið ákærður fyrir morðið en öryggismyndavélar sýna hann ráðast að Aleenu, halda tuskunni fyrir vitum hennar og síðan flýta sér burtu frá heimilinu á rafskutlu.
„Þetta er eitthvert hryllilegasta mál sem ég hef séð á mínum 36 ára ferli sem saksóknari,“ segir saksóknari í málinu, Nassau DA Anne Donnelly. „Þessi maður, sakborningurinn, laumaðist inn á fyrrverandi heimili sitt þar sem fyrrverandi kona hans sem var skilin við hann að borði og sæng bjó. Hann beið eftir henni, beið þar til börnin voru farin í skólann og hún kom til baka, þá eitraði hann fyrir henni með blásýru, það er hræðilegur dauðdagi,“ sagði saksóknarinn og lýsti því hvernig blásýran brenndi sig í gegnum lungu Aleenu er hún andaði eitrinu að sér.
Daginn áður hafði Aleena lagt fram skilnaðarpappíra fyrir Asif en hjónin bjuggu ekki saman lengur og hún vildi skilnað frá honum.
Gögn úr eftirlitsmyndavélum urðu til þess að lögregla tengdi Asif við málið og handtók hann. Hans bíður nú ákæra fyrir innbrot og morð. Málið verður tekið fyrir við dómstól í New York þann 18. febrúar.
Sjá nánar á vef New York Post.