fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
Pressan

Neitað að fara um borð vegna of stórrar tösku – Atvikið rataði á dagskrá þingsins

Pressan
Mánudaginn 28. júlí 2025 10:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona sem hugðist fara um borð vélar Ryanair í Sofíu í Búlgaríu á fimmtudag var gert að vera eftir þar sem ferðataskan hennar reyndist of stór til að taka með sem handfarangur.

Í myndbandi sem annar farþegi tók upp og New York Post fjallar um má sjá konuna reyna að troða töskunni sinni ofan í mátunarhólf við innritunarborðið. Þegar starfsfólk útskýrir fyrir konunni að taskan passi ekki og konan þurfi að greiða fyrir aukafarangur, neitar konan því og segist geta fengið töskuna til að passa í hólfið. Má síðan sjá hana skella töskunni niður og troða henni í mátunarhólfið.

Konunni tekst það að lokum með miklum hamagangi, en starfsfólkið neitar henni samt að fara um borð. Konan brestur þá í grát og sárbænir landamæralögreglumann um að leyfa sér að fara um borð í vélina á meðan tugir annarra farþega horfa á atvikið, bak við glerhurð sem aðskilur þá frá grátandi konunni.

Enn staðráðin í að fara um borð byrjar konan að berja á hurðina og biðja um hjálp og verður sífellt örvæntingarfyllri, meðan fleira starfsfólk kemur á vettvang. Að lokum uppgefin sést konan falla á kné á meðan tárin streyma niður kinnar hennar.

Nikolay Stefanov, vitnið sem tók upp atvikið, segir í samtali við New York Post, að ástandið hefði „stigmagnast hratt“. „Hún sárbændi okkur um að fara ekki, en okkur var hótað að fluginu yrði aflýst ef við færum ekki um borð í rútuna, svo farþegarnir urðu hræddir og fóru,“ sagði hann. Stefanov sagði að aðrir farþegar hefðu verið í áfalli yfir því hvernig starfsfólkið kom fram við konuna, þar sem það neitaði henni um leyfi til að fara um borð í flugið vegna mikils farangurs hennar.

Myndbandið vakti athygli þingsins í Búlgaríu og varð til þess að varaforsætisráðherrann og samgönguráðherrann Grozdan Karadjov fyrirskipaði skoðun á öryggismyndavélum flugvallarins vegna „hneykslanlegrar“ hegðunar starfsmanna á meðan á þessari ringulreið stóð, samkvæmt búlgörsku fréttastofunni Fatki.bg. Karadjov fullvissaði borgarana um að sá sem bæri ábyrgð á atvikinu yrði látinn svara fyrir og fengi „hæstu sektina“ og munnlega áminningu eftir rannsókn.

Goldair Handling Bulgaria sendi frá sér yfirlýsingu og hélt því fram að starfsfólk þeirra hefðu komið fram „fagmannlega og án nokkurrar líkamlegrar snertingar við farþegann.“ „Allar reglur varðandi farangur farþega, leyfilega stærð hans og gjöld sem greiða skal fyrir farangur eru ákvarðaðar eingöngu, að öllu leyti og einhliða af flugfélögunum,“ sagði flugfélagið.

„Goldair Handling Bulgaria OOD er eingöngu skylt að fylgjast með því að flugfélögin fari eftir þessum reglum. Þetta á einnig við um handfarangur, þar sem Goldair Handling Bulgaria OOD er skylt að fylgjast með stærð þessa farangurs og innheimta gjöld fyrir umframfarangur. Starfsfólk starfaði fagmannlega og án nokkurrar líkamlegrar snertingar við farþegann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Lögreglan bjargaði 21 barni frá hjónum sem eignuðust þau með staðgöngumæðrun – „Lyktar af mansali“

Lögreglan bjargaði 21 barni frá hjónum sem eignuðust þau með staðgöngumæðrun – „Lyktar af mansali“
Pressan
Fyrir 1 viku

Barnastjörnur úr frægri kvikmynd sameinast 60 árum síðar – Hefur þú séð myndina ástsælu?

Barnastjörnur úr frægri kvikmynd sameinast 60 árum síðar – Hefur þú séð myndina ástsælu?
Pressan
Fyrir 1 viku

Fékk móral eftir að hann drap eiginkonuna svo hann fór og stakk fyrrverandi konu sína 22 sinnum

Fékk móral eftir að hann drap eiginkonuna svo hann fór og stakk fyrrverandi konu sína 22 sinnum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er frétt um klámfengið bréf Trumps til Epstein að sameina MAGA-hreyfinguna aftur? – „Bandið er aftur komið saman“

Er frétt um klámfengið bréf Trumps til Epstein að sameina MAGA-hreyfinguna aftur? – „Bandið er aftur komið saman“